Briatore vill eilífðarbanni FIA aflétt 25. nóvember 2009 10:23 Flavio Briatore ásamt eiginkonu sinni. Elísabetu Gregoraci. Mynd: Getty Images Flavio Britatore vitnaði í gær gegn FIA, alþjóðabílasambandinu fyrir frönskum dómstóli. Hann kærði FIA fyrir það sem hann telur ólögmætt keppnisbann til æviloka og vill meina að Max Mosley fyrrum forseti FIA hafi ráðið gangi mála. Briatore var fundinn sekur hjá sérstöku ráði innan FIA að hafa lagt á ráðin að Nelson Piquet keyrði á vegg til að auka möguleika Fernando Alonso í keppninni í Singapúr 2008. Verknaðurinn sannaðist og FIA dæmdi Briatore í ævilangt bann. Briatore vill meina að ekki hafi verið farið að lögum í fyrirtöku málsins og að niðurstaðan hafi verið ákveðinn fyrirfram. Málið var tekið fyrir í gær fyrir almennum dómsstóli og niðurstaða í málinu verður ekki birt fyrr en 5. janúar. Briatore fór fram á eina miljón evra í skaðabætur og vill frelsi til að mæta á móti og sinna störfum sínum sem umboðsmaður ökumanna. Þá er mögulegt að breska knattspyrnusambandið banni honum að eiga í Queens Park Rangers knattspyrnuliðinu, en hann á hlut í liðinu ásamt Bernie Ecclestone. Knattspyrnusambandið vill ekki mann sem hefur orðið uppvís að svindli innan sinna vébanda. Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Flavio Britatore vitnaði í gær gegn FIA, alþjóðabílasambandinu fyrir frönskum dómstóli. Hann kærði FIA fyrir það sem hann telur ólögmætt keppnisbann til æviloka og vill meina að Max Mosley fyrrum forseti FIA hafi ráðið gangi mála. Briatore var fundinn sekur hjá sérstöku ráði innan FIA að hafa lagt á ráðin að Nelson Piquet keyrði á vegg til að auka möguleika Fernando Alonso í keppninni í Singapúr 2008. Verknaðurinn sannaðist og FIA dæmdi Briatore í ævilangt bann. Briatore vill meina að ekki hafi verið farið að lögum í fyrirtöku málsins og að niðurstaðan hafi verið ákveðinn fyrirfram. Málið var tekið fyrir í gær fyrir almennum dómsstóli og niðurstaða í málinu verður ekki birt fyrr en 5. janúar. Briatore fór fram á eina miljón evra í skaðabætur og vill frelsi til að mæta á móti og sinna störfum sínum sem umboðsmaður ökumanna. Þá er mögulegt að breska knattspyrnusambandið banni honum að eiga í Queens Park Rangers knattspyrnuliðinu, en hann á hlut í liðinu ásamt Bernie Ecclestone. Knattspyrnusambandið vill ekki mann sem hefur orðið uppvís að svindli innan sinna vébanda.
Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira