Schumacher hjálpar Ferrari á Spáni 5. mars 2009 09:39 Michael Schumacher í góðum gír á Jerez brautinni á Spáni og með réttu græjurnar. Mynd: Getty Images Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher hefur verið á æfingum á Jerez brautinni á Spáni, þar sem Formúlu 1 lið æfa af kappi. Schumacher er enn með nokkurn hálsríg eftir að hafa fallið af mótorhjóli á dögunum. Hann hefur fiktað við að keppa í kappakstri á mótorhjólum. Schumacher hefur mikið tæknilegt innsæi varðandi uppsetningu keppnisbíla og styður við bakið á Kimi Raikkönen og Felipe Massa við framþróun Ferari bílsins. Ferrari æfði á dögunum í Bahrain, en Jerez á Spáni og svo Barcelona í næstu viku er síðasti vettvangur til æfinga fyrir fyrsta mót. Það verður í Ástralíu síðustu helgina í mars og sýnt beint á Stöð 2 Sport. Verið er að vinna að sérstökum upphitunarþætti um Formúlu 1 sem verður sýndur 18. mars. Fulltrúi Stöð 2 Sport og Bylgjunnar verður á lokaæfingum keppnisliða og fluttar verða fréttir af gangi mála á visi.is í næstu viku. Verður fjallað um æfingadaganna í þætti Rúnars Róbertssonar á Bylgjunni eftir hádegi á meðan æfingum stendur. Sjá æfingatíma á Jerez Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher hefur verið á æfingum á Jerez brautinni á Spáni, þar sem Formúlu 1 lið æfa af kappi. Schumacher er enn með nokkurn hálsríg eftir að hafa fallið af mótorhjóli á dögunum. Hann hefur fiktað við að keppa í kappakstri á mótorhjólum. Schumacher hefur mikið tæknilegt innsæi varðandi uppsetningu keppnisbíla og styður við bakið á Kimi Raikkönen og Felipe Massa við framþróun Ferari bílsins. Ferrari æfði á dögunum í Bahrain, en Jerez á Spáni og svo Barcelona í næstu viku er síðasti vettvangur til æfinga fyrir fyrsta mót. Það verður í Ástralíu síðustu helgina í mars og sýnt beint á Stöð 2 Sport. Verið er að vinna að sérstökum upphitunarþætti um Formúlu 1 sem verður sýndur 18. mars. Fulltrúi Stöð 2 Sport og Bylgjunnar verður á lokaæfingum keppnisliða og fluttar verða fréttir af gangi mála á visi.is í næstu viku. Verður fjallað um æfingadaganna í þætti Rúnars Róbertssonar á Bylgjunni eftir hádegi á meðan æfingum stendur. Sjá æfingatíma á Jerez
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira