Varaði Georgíumenn við Guðjón Helgason skrifar 9. maí 2009 18:45 Rússlandsforseti ræður nágrannaríkjum frá því að leggja upp í hernaðarævintýri gegn Rússlandi. Ummælin lét hann falla á viðamikilli hersýningu á Rauða torginu vegna þess að 64 ár eru í dag frá uppgjöf nasista fyrir bandamönnum í Seinni heimsstyrjöldinni. Loka Föðurlandsstríðsins eins og Rússar kalla það er minnst víða, þar á meðal hér á landi við minnismerkið Vonina í Fossvogskirkjugarði sem er til minningar um fallna þátttakendur í siglinum skipalesta yfir Atlantshafið í stríðinu. Í Mosvku var haldin hersýning á Rauða torginu sem var sögð umfangsmeiri en í fyrra. Er talið að Rússar hafi viljað sýna mátt sinn og megin enda hafi þeir boðað að búnaður hersins verði bættur og nútímavæddur. Í ræðu sinni sagði Rússlandsforseti að rússneski herinn myndi mæta hverri ógn. Fréttaskýrendur telja að hann hafi viljað senda skilaboð til Georgíumanna sem þeir börust við í fyrrasumar vegna sjálfsstjórnarhéraðsins Suður-Ossetíu. Medvedev segir sigurinn í Föðurlandsstríðinu sigur gegn fasisma, dýrmætan og mikilvægan lærdóm fyrir þjóðir heims. Þetta sé lærdómur sem þurfi einnig að huga að í dag þegar leiðtogar sumra ríkja grípi til ævintýralegs hernaðar. Er talið að þar hafi forsetinn átt við Georgíumenn og árás þeirra á Suður-Ossetíu sem varð kveikjan að stríðinu í fyrra. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Rússa og Georgíumanna. Ráðamenn í Tíblísí segja Rússa hafa stutt valdaránstilraun í Georgíu fyrr í vikunni. Rússar neita því. Medvedev hefur án efa aukið á deilurnar þegar hann sendi kveðjur í ræðu sinni til leiðtoga Suður-Ossetíu og Abkasíu. Ráðamenn sjálfsstjórnarhéraðanna tveggja hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Georgíu og Rússar stutt það. Erlent Fréttir Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Rússlandsforseti ræður nágrannaríkjum frá því að leggja upp í hernaðarævintýri gegn Rússlandi. Ummælin lét hann falla á viðamikilli hersýningu á Rauða torginu vegna þess að 64 ár eru í dag frá uppgjöf nasista fyrir bandamönnum í Seinni heimsstyrjöldinni. Loka Föðurlandsstríðsins eins og Rússar kalla það er minnst víða, þar á meðal hér á landi við minnismerkið Vonina í Fossvogskirkjugarði sem er til minningar um fallna þátttakendur í siglinum skipalesta yfir Atlantshafið í stríðinu. Í Mosvku var haldin hersýning á Rauða torginu sem var sögð umfangsmeiri en í fyrra. Er talið að Rússar hafi viljað sýna mátt sinn og megin enda hafi þeir boðað að búnaður hersins verði bættur og nútímavæddur. Í ræðu sinni sagði Rússlandsforseti að rússneski herinn myndi mæta hverri ógn. Fréttaskýrendur telja að hann hafi viljað senda skilaboð til Georgíumanna sem þeir börust við í fyrrasumar vegna sjálfsstjórnarhéraðsins Suður-Ossetíu. Medvedev segir sigurinn í Föðurlandsstríðinu sigur gegn fasisma, dýrmætan og mikilvægan lærdóm fyrir þjóðir heims. Þetta sé lærdómur sem þurfi einnig að huga að í dag þegar leiðtogar sumra ríkja grípi til ævintýralegs hernaðar. Er talið að þar hafi forsetinn átt við Georgíumenn og árás þeirra á Suður-Ossetíu sem varð kveikjan að stríðinu í fyrra. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Rússa og Georgíumanna. Ráðamenn í Tíblísí segja Rússa hafa stutt valdaránstilraun í Georgíu fyrr í vikunni. Rússar neita því. Medvedev hefur án efa aukið á deilurnar þegar hann sendi kveðjur í ræðu sinni til leiðtoga Suður-Ossetíu og Abkasíu. Ráðamenn sjálfsstjórnarhéraðanna tveggja hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Georgíu og Rússar stutt það.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira