Hlátur í huga Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 13. október 2009 08:35 Ég er að hugsa um að fara á hlátursnámskeið," sagði hann ákveðinn og svipti skyrtu út úr skápnum. Honum var greinilega enginn hlátur í hug. "Ókei," sagði ég. "Þarftu þess?" Hann sneri sér að mér grafalvarlegur á svip og sagði dimmum rómi: "Þetta er sko ekkert djók lengur." Það mátti alveg samsinna því. Maðurinn var enn blár eftir tuttugu kílómetra á belti, sturtan hafði ekkert náð honum niður, og nú var hann tekinn að klæða sig með snörpum handtökum. Ég vissi ekki betur en hann væri þokkalega lukkulegur í sínu starfi, pólitískt meðvitaður með svona heldur íhaldssama vinstrigræna slikju á flestum hlutum og húmor eftir því. Ég fór allt í einu að rifja upp hvernig hlátur hann gaf frá sér. Þeir eru jú mismunandi eins og þú hefur tekið eftir, mismunandi trekktir og djúpir, sumir fliss, aðrir skellur, hlakkandi eins og hýenugelt, hlátursöskur eru til sem fá blóðið í nálægum til að frjósa: er HÚN hér? En ég mundi bara ekki hvernig hann hló. Hlátursnámskeið gerði lítið annað en stuðla að ofneyslu á súrefni, ofmetta mann á skammri stund, jafnvel þótt manni væri ekki hlátur í hug. Alla vega ekki honum. Sjálfur kunni ég betri ráð en námskeiðahald. Það var bara að hitta rétta fólkið og hlæja saman. Hlátursnámskeiðið gat svo sem verið ágæt viðbót: maður hafði nú farið á mörg námskeið gegnum tíðina, dansnámskeiðin stóðu ekki lengi og skiluðu litlum árangri í bæ sem var svo mikið þorp að þar var ekki til sæmilega loftaður danssalur. Hlátursnámskeið - því ekki það? Hugmyndin var ítrekuð þegar ég rakst á hann strax aftur þegar út var komið við eina af þessum sjoppum sem bæjarstjórnir koma svo haganlega fyrir í næsta nágrenni við sundstaði og líkamsræktarstöðvar. Hann var að koma pylsu uppí sig af slíkum ákafa að ég átti von á að hún styngist út um nefið á honum, svo miklu var hann búinn að koma inn í gúlana á sér. Hann talaði eitthvað með þessari matarinntöku um að koma sér í andlegt form, heyrðist mér. En ég varð að fara, náði ekki síðustu hvatningunni að ég ætti að fara í endurhæfingu með honum til að geta séð það broslega í stöðunni og hlegið svo hjartanlega með honum að öllu saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun
Ég er að hugsa um að fara á hlátursnámskeið," sagði hann ákveðinn og svipti skyrtu út úr skápnum. Honum var greinilega enginn hlátur í hug. "Ókei," sagði ég. "Þarftu þess?" Hann sneri sér að mér grafalvarlegur á svip og sagði dimmum rómi: "Þetta er sko ekkert djók lengur." Það mátti alveg samsinna því. Maðurinn var enn blár eftir tuttugu kílómetra á belti, sturtan hafði ekkert náð honum niður, og nú var hann tekinn að klæða sig með snörpum handtökum. Ég vissi ekki betur en hann væri þokkalega lukkulegur í sínu starfi, pólitískt meðvitaður með svona heldur íhaldssama vinstrigræna slikju á flestum hlutum og húmor eftir því. Ég fór allt í einu að rifja upp hvernig hlátur hann gaf frá sér. Þeir eru jú mismunandi eins og þú hefur tekið eftir, mismunandi trekktir og djúpir, sumir fliss, aðrir skellur, hlakkandi eins og hýenugelt, hlátursöskur eru til sem fá blóðið í nálægum til að frjósa: er HÚN hér? En ég mundi bara ekki hvernig hann hló. Hlátursnámskeið gerði lítið annað en stuðla að ofneyslu á súrefni, ofmetta mann á skammri stund, jafnvel þótt manni væri ekki hlátur í hug. Alla vega ekki honum. Sjálfur kunni ég betri ráð en námskeiðahald. Það var bara að hitta rétta fólkið og hlæja saman. Hlátursnámskeiðið gat svo sem verið ágæt viðbót: maður hafði nú farið á mörg námskeið gegnum tíðina, dansnámskeiðin stóðu ekki lengi og skiluðu litlum árangri í bæ sem var svo mikið þorp að þar var ekki til sæmilega loftaður danssalur. Hlátursnámskeið - því ekki það? Hugmyndin var ítrekuð þegar ég rakst á hann strax aftur þegar út var komið við eina af þessum sjoppum sem bæjarstjórnir koma svo haganlega fyrir í næsta nágrenni við sundstaði og líkamsræktarstöðvar. Hann var að koma pylsu uppí sig af slíkum ákafa að ég átti von á að hún styngist út um nefið á honum, svo miklu var hann búinn að koma inn í gúlana á sér. Hann talaði eitthvað með þessari matarinntöku um að koma sér í andlegt form, heyrðist mér. En ég varð að fara, náði ekki síðustu hvatningunni að ég ætti að fara í endurhæfingu með honum til að geta séð það broslega í stöðunni og hlegið svo hjartanlega með honum að öllu saman.
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun