Innlent

Meirihluti vill stjórnlagaþing

60,8 prósent segjast telja að kjósa eigi til stjórnlagaþings í haust. 39,2 prósent eru því mótfallin. Stuðningur við stjórnlagaþing er meiri meðal kvenna en karla. 68,1 prósent kvenna er fylgjandi kosningum til stjórnlagaþings, en 54,6 prósent karla. Þá er aðeins munur á afstöðu eftir búsetu, en íbúar á landsbyggðinni eru heldur hlynntari stjórnlagaþingi en íbúar höfuðborgarsvæðisins.

Nokkur munur er á afstöðu eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Mestur er stuðningur kjósenda Vinstri grænna, en 74,4 prósent þeirra eru fylgjandi kosningum til stjórnlagaþings í vor. 70,4 prósent kjósenda Framsóknarflokks styðja slíkar kosningar og 66,7 prósent kjósenda Samfylkingar. Af þeim sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk segjast 63,0 prósent styðja kosningar til stjórnlagaþings í haust. Minnstur var stuðningurinn meðal sjálfstæðismanna, 33,0 prósent.

Hringt var í 800 manns, miðvikudaginn 25. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Telur þú að kjósa eigi til stjórnlagaþings í haust? 76,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. - ss








Fleiri fréttir

Sjá meira


×