Einvígið á Nesinu haldið í þrettánda sinn í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2009 09:00 Íslandsmeistararnir Ólafur Björn Loftsson úr NK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL verða með í dag. Mynd/Daníel Hið árlega Einvígi á Nesinu fer fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesinu í dag en mótið er haldið til styrktar langveikum börnum og er DHL fyrirtækið aðalstyrktaraðili mótsins nú eins og í öll skiptin síðan að það var haldið í fyrsta sinn 1997. Tíu kylfingar keppa eftir „shootout“ fyrirkomulagi þar sem leiknar verða níu holur í höggleik fyrir hádegi en eftir hádegi verður níu holu bráðabani. Heiðar Davíð Bragason úr GR sigraði á mótinu í fyrra en Magnús Lárusson úr Kili í Mosfellsbæ hefur oftast unnið mótið eða þrisvar sinnum. Magnús vann mótið þrjú ár í röð frá 2004 til 2006. Þeir félagar eru báðir með í ár. Íslandsmeistarinn Ólafur Björn Loftsson úr NK er meðal keppenda en þetta er hans heimavöllur og hefur Ólafur verið mjög nálægt því að vinna mótið undanfarin tvö ár. Aðeins einn heimamaður hefur unnið mótið, Vilhjálmur Ingibergsson árið 1999. Klukkan 10.00 hefst forkeppni þar sem keppendur leika níu holur. Skor keppenda ræður niðurröðun þeirra fyrir Einvígið eftir hádegi - þ.e. hæsta skor hefur leik. Klukkan 13.00 hefst sjálft Einvígið. Allir Keppendur leika í sama ráshópi. Einn dettur út á fyrstu holu, annar á þeirri næstu o.s.frv. þar til að uppi stendur sigurvegari á níundu og síðustu holu. Keppendur á mótinu í ár eru: Ólafur Björn Loftsson NK - Íslandsmeistari 2009 og Klúbbmeistari NK Valdís Þóra Jónsdóttir GL - Íslandsmeistari 2009 Heiðar Davíð Bragason GR - vann Einvígið á nesinu 2008 Stefán Már Stefánsson GR - Klúbbmeistari GR 2009 Björgvin Sigurbergsson GK - Klúbbmeistari GK 2009 Alfreð Brynjar Kristinsson GKG - Klúbbmeistari GKG 2009 Magnús Lárusson GKJ - Klúbbmeistari GKJ 2009 og vann Einvígið á nesinu 2004, 2005 og 2006 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS - Klúbbmeistari GS 2009 Signý Arnórsdóttir GK - 1. sæti á Stigalista GSÍ Steinn Baugur Gunnarsson NK - Sigurvegari Opna Þjóðhátíðardagsmótsins 2009 DHL á Íslandi styrkir eins og áður sagði mótið og leggur til eina milljón króna til góðgerðarmála. Að þessu sinni er það Umhyggja, Félag til stuðnings langveikum börnum sem að nýtur góðs af. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hið árlega Einvígi á Nesinu fer fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesinu í dag en mótið er haldið til styrktar langveikum börnum og er DHL fyrirtækið aðalstyrktaraðili mótsins nú eins og í öll skiptin síðan að það var haldið í fyrsta sinn 1997. Tíu kylfingar keppa eftir „shootout“ fyrirkomulagi þar sem leiknar verða níu holur í höggleik fyrir hádegi en eftir hádegi verður níu holu bráðabani. Heiðar Davíð Bragason úr GR sigraði á mótinu í fyrra en Magnús Lárusson úr Kili í Mosfellsbæ hefur oftast unnið mótið eða þrisvar sinnum. Magnús vann mótið þrjú ár í röð frá 2004 til 2006. Þeir félagar eru báðir með í ár. Íslandsmeistarinn Ólafur Björn Loftsson úr NK er meðal keppenda en þetta er hans heimavöllur og hefur Ólafur verið mjög nálægt því að vinna mótið undanfarin tvö ár. Aðeins einn heimamaður hefur unnið mótið, Vilhjálmur Ingibergsson árið 1999. Klukkan 10.00 hefst forkeppni þar sem keppendur leika níu holur. Skor keppenda ræður niðurröðun þeirra fyrir Einvígið eftir hádegi - þ.e. hæsta skor hefur leik. Klukkan 13.00 hefst sjálft Einvígið. Allir Keppendur leika í sama ráshópi. Einn dettur út á fyrstu holu, annar á þeirri næstu o.s.frv. þar til að uppi stendur sigurvegari á níundu og síðustu holu. Keppendur á mótinu í ár eru: Ólafur Björn Loftsson NK - Íslandsmeistari 2009 og Klúbbmeistari NK Valdís Þóra Jónsdóttir GL - Íslandsmeistari 2009 Heiðar Davíð Bragason GR - vann Einvígið á nesinu 2008 Stefán Már Stefánsson GR - Klúbbmeistari GR 2009 Björgvin Sigurbergsson GK - Klúbbmeistari GK 2009 Alfreð Brynjar Kristinsson GKG - Klúbbmeistari GKG 2009 Magnús Lárusson GKJ - Klúbbmeistari GKJ 2009 og vann Einvígið á nesinu 2004, 2005 og 2006 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS - Klúbbmeistari GS 2009 Signý Arnórsdóttir GK - 1. sæti á Stigalista GSÍ Steinn Baugur Gunnarsson NK - Sigurvegari Opna Þjóðhátíðardagsmótsins 2009 DHL á Íslandi styrkir eins og áður sagði mótið og leggur til eina milljón króna til góðgerðarmála. Að þessu sinni er það Umhyggja, Félag til stuðnings langveikum börnum sem að nýtur góðs af.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira