Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar 24. apríl 2009 06:00 Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. „Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem ég finn, að fólk vilji að við verðum leiðandi afl í næstu ríkisstjórn," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sem fær 31,8 prósent og 21 þingmann í könnun Fréttablaðsins. Jóhanna segir að túlka megi niðurstöðuna þannig að stór hluti þjóðarinnar telji að Samfylking hafi lausnir fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. „Við erum með áætlun um framtíðarlausn út úr þessum hremmingum. Könnunin sýnir einnig að fólk vill að lausnir nýfrjálshyggjunnar fari til hliðar á næstu árum og lausnir félagshyggju og jafnaðarstefnunnar verði settar í öndvegi," segir hún. Vinstri grænir fá 24,1 prósent í könnunni og sextán menn á þing. „Þetta sýnir að það eru verulegar líkur á áframhaldandi velferðarstjórn eftir kosningar. Við erum auðvitað ánægð en höldum ró okkar," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. „Ef kosningarnar færu svona bætum við við okkur tíu prósentustigum frá síðustu kosningum og værum orðin annar stærsti flokkurinn. Það yrðu auðvitað stórtíðindi en ég spyr bara að leikslokum," segir Katrín. Óttast stefnu stjórnarflokka„Auðvitað erum við Sjálfstæðismenn ekki ánægðir með hvar við erum að mælast þessa dagana en við erum bjartsýnir á að við munum skila í hús betri tölum heldur kannanir undanfarinna daga sýna," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem könnun Fréttablaðsins gefur 21,9 prósent atkvæða og fimmtán þingmenn.Bjarni segir hreyfingu vera á fylginu. „Ég skynja það frá frambjóðendum flokksins um allt land að fólki finnst það vera að koma betur og betur í ljós hvað ríkisstjórnarflokkarnir eru ósammála um mikilvæg mál sem skipta miklu fyrir atvinnustigið í landinu og þar með heimilin," segir hann.„Mér líst náttúrulega vel á að fylgi Framsóknarflokksins sé að aukast. Hins vegar hef ég verulegar áhyggjur því að þetta gefur til kynna að hér verði hrein vinstri stjórn eftir kosningar og ég tel að hún muni fylgja efnahagsstefnu sem verði landinu mjög hættuleg. Þar af leiðandi er niðurstaðan hvað þessa tvo flokka vonbrigði," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sem í könnun Fréttablaðsins fær 11,3 prósent fylgi og sjö alþingismenn.Sigmundur segir að sér lítist vel á framhaldið. „Við ákváðum eftir að ég kom inn að við myndum ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum heldur halda okkar striki og segja hlutina eins og við teljum þá vera þótt það væri ekki alltaf fallið til vinsælda. Fólk virðist hins vegar vera að átta sig betur og betur á skilaboðum okkar." Fimmti flokkurinn á þing„Þetta hljómar rosalega vel í ljósi þess stutta tíma sem við höfum haft," segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar sem fær 7,1 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og fjóra menn á Alþingi. „Það eru átta vikur síðan hreyfingin var stofnuð og það er ótrúlega mikið af óeigingjörnu fólki sem hefur hjálpað okkur. Mér sýnist að við ætlum að verða fimmti flokkurinn á þingi og það held ég að sé hið besta mál fyrir okkur öll," bætir Herbert við. „Ég hefði vænst þess að við mældumst hærra í þessari könnun, en mín bjargfasta trú er sú að við fáum meira í kosningunum," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um fylgiskönnun Fréttablaðsins. Frjálslyndir fá 2,6 prósent í könnuninni og engan mann á þing. Guðjón Arnar segist hafa farið um allt Norðvesturkjördæmi. Af þeirri reynslu að dæma hafi hann enga trú á öðru en að flokkurinn nái inn manni. „Okkar reynsla er sú að við fáum venjulega 3 til 4 prósentum meira í kosningum en könnunum. Við vonumst því til þess að bæta stöðuna," segir Guðjón Arnar. Grátlegt að kjósa ánauð áfram„Það er grátlegt ef þjóðin ætlar að vera svo vitlaus að kjósa yfir áframhaldandi ánauð spilltra og úreltra stjórnmálaflokka og mútuþægra alþingismanna," segir Ástþór Magnússon, formaður Lýðræðishreyfingarinnar sem fær 1,2 prósent og engan mann á þing í könnuninni. Ástþór segir að á kjördag sé þjóðin frjáls að kjósa sig úr ánauðinni. „Ef þjóðin hefði vit á því að kjósa Lýðræðishreyfinguna á þing væri þjóðin sjálf að fá áhrif á Alþingi. Þingmenn Lýðræðishreyfingarinnar munu ganga í takt við rafrænt almannaþing þar sem þjóðin sjálf hefur orðið og valdið," segir Ástþór Magnússon. gar@frettabladid.is / kjartan@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Sjá meira
Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. „Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem ég finn, að fólk vilji að við verðum leiðandi afl í næstu ríkisstjórn," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sem fær 31,8 prósent og 21 þingmann í könnun Fréttablaðsins. Jóhanna segir að túlka megi niðurstöðuna þannig að stór hluti þjóðarinnar telji að Samfylking hafi lausnir fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. „Við erum með áætlun um framtíðarlausn út úr þessum hremmingum. Könnunin sýnir einnig að fólk vill að lausnir nýfrjálshyggjunnar fari til hliðar á næstu árum og lausnir félagshyggju og jafnaðarstefnunnar verði settar í öndvegi," segir hún. Vinstri grænir fá 24,1 prósent í könnunni og sextán menn á þing. „Þetta sýnir að það eru verulegar líkur á áframhaldandi velferðarstjórn eftir kosningar. Við erum auðvitað ánægð en höldum ró okkar," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. „Ef kosningarnar færu svona bætum við við okkur tíu prósentustigum frá síðustu kosningum og værum orðin annar stærsti flokkurinn. Það yrðu auðvitað stórtíðindi en ég spyr bara að leikslokum," segir Katrín. Óttast stefnu stjórnarflokka„Auðvitað erum við Sjálfstæðismenn ekki ánægðir með hvar við erum að mælast þessa dagana en við erum bjartsýnir á að við munum skila í hús betri tölum heldur kannanir undanfarinna daga sýna," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem könnun Fréttablaðsins gefur 21,9 prósent atkvæða og fimmtán þingmenn.Bjarni segir hreyfingu vera á fylginu. „Ég skynja það frá frambjóðendum flokksins um allt land að fólki finnst það vera að koma betur og betur í ljós hvað ríkisstjórnarflokkarnir eru ósammála um mikilvæg mál sem skipta miklu fyrir atvinnustigið í landinu og þar með heimilin," segir hann.„Mér líst náttúrulega vel á að fylgi Framsóknarflokksins sé að aukast. Hins vegar hef ég verulegar áhyggjur því að þetta gefur til kynna að hér verði hrein vinstri stjórn eftir kosningar og ég tel að hún muni fylgja efnahagsstefnu sem verði landinu mjög hættuleg. Þar af leiðandi er niðurstaðan hvað þessa tvo flokka vonbrigði," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sem í könnun Fréttablaðsins fær 11,3 prósent fylgi og sjö alþingismenn.Sigmundur segir að sér lítist vel á framhaldið. „Við ákváðum eftir að ég kom inn að við myndum ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum heldur halda okkar striki og segja hlutina eins og við teljum þá vera þótt það væri ekki alltaf fallið til vinsælda. Fólk virðist hins vegar vera að átta sig betur og betur á skilaboðum okkar." Fimmti flokkurinn á þing„Þetta hljómar rosalega vel í ljósi þess stutta tíma sem við höfum haft," segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar sem fær 7,1 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og fjóra menn á Alþingi. „Það eru átta vikur síðan hreyfingin var stofnuð og það er ótrúlega mikið af óeigingjörnu fólki sem hefur hjálpað okkur. Mér sýnist að við ætlum að verða fimmti flokkurinn á þingi og það held ég að sé hið besta mál fyrir okkur öll," bætir Herbert við. „Ég hefði vænst þess að við mældumst hærra í þessari könnun, en mín bjargfasta trú er sú að við fáum meira í kosningunum," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um fylgiskönnun Fréttablaðsins. Frjálslyndir fá 2,6 prósent í könnuninni og engan mann á þing. Guðjón Arnar segist hafa farið um allt Norðvesturkjördæmi. Af þeirri reynslu að dæma hafi hann enga trú á öðru en að flokkurinn nái inn manni. „Okkar reynsla er sú að við fáum venjulega 3 til 4 prósentum meira í kosningum en könnunum. Við vonumst því til þess að bæta stöðuna," segir Guðjón Arnar. Grátlegt að kjósa ánauð áfram„Það er grátlegt ef þjóðin ætlar að vera svo vitlaus að kjósa yfir áframhaldandi ánauð spilltra og úreltra stjórnmálaflokka og mútuþægra alþingismanna," segir Ástþór Magnússon, formaður Lýðræðishreyfingarinnar sem fær 1,2 prósent og engan mann á þing í könnuninni. Ástþór segir að á kjördag sé þjóðin frjáls að kjósa sig úr ánauðinni. „Ef þjóðin hefði vit á því að kjósa Lýðræðishreyfinguna á þing væri þjóðin sjálf að fá áhrif á Alþingi. Þingmenn Lýðræðishreyfingarinnar munu ganga í takt við rafrænt almannaþing þar sem þjóðin sjálf hefur orðið og valdið," segir Ástþór Magnússon. gar@frettabladid.is / kjartan@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Sjá meira