Birkir og Höskuldur takast á um sæti Valgerðar 23. febrúar 2009 10:59 Birkir Jón og Höskuldur. Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður vilja báðir leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Undanfarin ár hefur Valgerður Sverrisdóttir verið oddviti flokksins í kjördæminu en hún tilkynnti nýverið að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Birkir Jón var fyrst kjörinn á þing vorið 2003 og hann tók við sem varaformaður á landsþingi flokksins í janúar síðastliðnum. Höskuldur tók sæti á Alþingi eftir kosningarnar 2007. Hann sóttist eftir formennsku í flokknum en tapaði naumlega fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á landsþinginu í seinasta mánuði. Sextán frambjóðendur hafa gefið kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu vegna alþingiskosninganna í vor. Frestur til að skila inn framboðum rann út á föstudaginn. Kosið verður um 1. til 8. sæti á framboðslista framsóknarmanna á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars 2009. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum. Frambjóðendurnir skiptast í 6 konur og 10 karla, yngsti frambjóðandinn er 19 ára en sá elsti 63 ára. Eftirtaldir skipa hópinn: Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, 1.- 8. sæti Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, 1.sæti Höskuldur Þ Þórhallsson, alþingismaður, 1. sæti Áskell Einarsson, bóndi, 2.- 8. sæti Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og dagskrárgerðarmaður, 2.- 3. sæti Huld Aðalbjarnardóttir menningar-og fræðslufulltrúi Norðurþings, 2.- 3. sæti Hólmar Örn Finnsson, viðskiptalögfræðingur, 2.- 4. sæti Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri, 2.- 4. sæti Hallveig Björk Höskuldsdóttir, leiðtogi í málmvinnslu Alcoa, 4. sæti Bernharð Arnarsson, bóndi, 5.- 8. sæti Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri, 5. sæti Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, 5. sæti Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og tamningamaður, 5. sæti Eiður Ragnarsson, starfsmaður í málmvinnslu Alcoa, 7.- 8. sæti Hafþór Eide Hafþórsson, nemi, 7.- 8. sæti Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Sölku - Fiskmiðlun, 7.- 8. sæti Kosningar 2009 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður vilja báðir leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Undanfarin ár hefur Valgerður Sverrisdóttir verið oddviti flokksins í kjördæminu en hún tilkynnti nýverið að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Birkir Jón var fyrst kjörinn á þing vorið 2003 og hann tók við sem varaformaður á landsþingi flokksins í janúar síðastliðnum. Höskuldur tók sæti á Alþingi eftir kosningarnar 2007. Hann sóttist eftir formennsku í flokknum en tapaði naumlega fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á landsþinginu í seinasta mánuði. Sextán frambjóðendur hafa gefið kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu vegna alþingiskosninganna í vor. Frestur til að skila inn framboðum rann út á föstudaginn. Kosið verður um 1. til 8. sæti á framboðslista framsóknarmanna á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars 2009. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum. Frambjóðendurnir skiptast í 6 konur og 10 karla, yngsti frambjóðandinn er 19 ára en sá elsti 63 ára. Eftirtaldir skipa hópinn: Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, 1.- 8. sæti Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, 1.sæti Höskuldur Þ Þórhallsson, alþingismaður, 1. sæti Áskell Einarsson, bóndi, 2.- 8. sæti Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og dagskrárgerðarmaður, 2.- 3. sæti Huld Aðalbjarnardóttir menningar-og fræðslufulltrúi Norðurþings, 2.- 3. sæti Hólmar Örn Finnsson, viðskiptalögfræðingur, 2.- 4. sæti Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri, 2.- 4. sæti Hallveig Björk Höskuldsdóttir, leiðtogi í málmvinnslu Alcoa, 4. sæti Bernharð Arnarsson, bóndi, 5.- 8. sæti Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri, 5. sæti Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, 5. sæti Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og tamningamaður, 5. sæti Eiður Ragnarsson, starfsmaður í málmvinnslu Alcoa, 7.- 8. sæti Hafþór Eide Hafþórsson, nemi, 7.- 8. sæti Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Sölku - Fiskmiðlun, 7.- 8. sæti
Kosningar 2009 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira