Hamilton stefnir á sigur í Abu Dhabi 1. nóvember 2009 09:06 Fremstu menn á ráslínu í dag. Sebastian Vettel, Lewis Hamilton og Mark Webber. Fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram í Abu Dhabi og Bretinn Lewis Hamilton náði afburðar tíma í tímatökum í gær og verður fremstur á ráslínu. Ræst verður af stað í dagsbirtu, en mótinu lýkur í náttmyrkri og flóðljósum. Kapparnir sen voru atkvæðamestir í titilslagnum eru á eftir Hamilton á ráslínu, Sebatian Vettel, Mark Webber, Rubens Barrichello og Jenson Button og því horfur á spennandi keppni. Brautin er stórkostlegt mannvirki og ökumenn dásama legur hennar. "Það getur allt gerst í kappakstrinum, en við erum samt með mjög samkeppnisfæran bíl. Ég var aldrei í vafa um að ég næði ekki besta tíma. Það small allt saman. Ég, bíllinn og dekkin", sagði Hamilton um aksturinn í gær, en hann var nærri 0.7 sekúndum á undan Vettel. Hamilton er með KERS kerfi í bílnum sem þýðir að hann fær 80 aukahestöfl í 7 sekúndur í hverjum hring og var að nota hluta þess afls á mismunandi stöðum í brautinni í gær. "Kerfið gefur mér 0.4 sekúndur í tímatökum í hverjum hring og skilaði sér vel á brautinni. En mest um vert er að allur bíllinn er góður og hefur aldrei verið betri á þessu keppnistímabili. Ég ætla að klára dæmið í kappakstrinum", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.30 í opinni dagskrá. Hitað verður upp fyrir kappaksturinn og m.a. rætt við Íslendinga á mótsstað. Þá verður þátturinn Endamarkið á dagskrá k.. 15.15 og verður farið yfir allt sem gerðist í mótinu og spáð í spilin fyrir árið 2010. Sjá tölfræði og brautarlýsingu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram í Abu Dhabi og Bretinn Lewis Hamilton náði afburðar tíma í tímatökum í gær og verður fremstur á ráslínu. Ræst verður af stað í dagsbirtu, en mótinu lýkur í náttmyrkri og flóðljósum. Kapparnir sen voru atkvæðamestir í titilslagnum eru á eftir Hamilton á ráslínu, Sebatian Vettel, Mark Webber, Rubens Barrichello og Jenson Button og því horfur á spennandi keppni. Brautin er stórkostlegt mannvirki og ökumenn dásama legur hennar. "Það getur allt gerst í kappakstrinum, en við erum samt með mjög samkeppnisfæran bíl. Ég var aldrei í vafa um að ég næði ekki besta tíma. Það small allt saman. Ég, bíllinn og dekkin", sagði Hamilton um aksturinn í gær, en hann var nærri 0.7 sekúndum á undan Vettel. Hamilton er með KERS kerfi í bílnum sem þýðir að hann fær 80 aukahestöfl í 7 sekúndur í hverjum hring og var að nota hluta þess afls á mismunandi stöðum í brautinni í gær. "Kerfið gefur mér 0.4 sekúndur í tímatökum í hverjum hring og skilaði sér vel á brautinni. En mest um vert er að allur bíllinn er góður og hefur aldrei verið betri á þessu keppnistímabili. Ég ætla að klára dæmið í kappakstrinum", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.30 í opinni dagskrá. Hitað verður upp fyrir kappaksturinn og m.a. rætt við Íslendinga á mótsstað. Þá verður þátturinn Endamarkið á dagskrá k.. 15.15 og verður farið yfir allt sem gerðist í mótinu og spáð í spilin fyrir árið 2010. Sjá tölfræði og brautarlýsingu
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira