Viðskipti erlent

Eitraður kokteill ógnar Royal Unibrew

Árið í ár verður mjög erfitt fyrir næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, Royal Unibrew. Unibrew glímur nú við skuldir upp á 2 milljarða danskra kr. eða tæplega 40 milljarða kr. Stoðir eru með stærstu eigendum Unibrew með 25% hlut.

Fjallað er um málið á börsen.dk undir fyrirsögninni "Eitraður kokteill ógnar Unibrew." Þar er meðal annars greitn frá því að stjórn Unibrew vinni nú að nýrri áætlun um hvernig eigi að mæta vaxandi erfiðleikum í rekstrinum og að menn bíði spenntir eftir því að sú áætlun liggi fyrir.

Í pípunum er m.a. hlutafjárauking, sala eigna og verulegar breytingar á rekstrinum. Bráðavandinn sem Unibrew glímir við er endurfjármögnun á lánum upp á 220 milljónum danskra kr. eða ca. 10% af heildarskuldunum. Um er að ræða upphæð sem er næstum 40% af markaðsvirði Unibrew í augnablikinu en það stendur í 730 milljónum danskra kr..

Samkvæmt greiningardeild SEB er Unibrew á hættusvæði. Þannig líti út fyrir að bruggverksmiðjunar þurfi að nota 30% af brúttótekjum sínum til að borga af áhvílandi skuldum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×