Allt klárt fyrir Formúlu 1 í Abu Dhabi 21. október 2009 09:09 Mótshaldarar í Abu Dhabi fagna því að brautin er tilbúinn. Í baksýn glittir í tveggja sæta kappakstursbíla sem áhorfendur fá sprett í. mynd: kappakstur.is Mótshaldarar í Abu Dhabi segja allt tilbúið fyrir fyrsta Formúlu 1 mótið í Abu Dhabi um aðra helgi, en þeir segja líka að betra hefði verið að úrslitin í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 hefði ekki verið klár. En búið er að reisa dýrustu Formúlu 1 braut allra tíma í Abu Dhabi. "Ég hlakka til að sjá Jenson Button takast á við brautina í Abu Dhabi. Hann er búinn að innsigla titilinn og getur því ekið til sigurs og endað tímabilið með stæl", sagði Ross Brawn um lokamótið í Abu Dhabi. Hann vann tvo titla um síðustu helgi með nýju liði sínu og sest niður með Button næstu daga til að skoða samning fyrir næsta ár. Hvorugur aðili vildi semja fyrr en úrslitin í meistaramótinu lágu fyrir. Um 15.000 manns lögðu lokahönd á byggingu brautarinnar í Abu Dhabi sem notuð verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Þegar er búið að prufukeyra brautina með GP2 móti, en mótssvæðið er á sérbyggðu hafnarsvæði fyrir listisnekkjur. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað allar brautir síðustu ár og var engu til sparað. Ekkert keppnisliða hefur ekið brautina og standa því allir ökumenn jafnir að vígi fyrir mótið. Það nýmæli veður í Abu Dhabi að mótið hefst í dagsbritu en lýkur í rökkri og verður brautin þá flóðlýst og við sólsetur. Ætti því að verða mikið sjóarspil í sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 Sport. Ítarlega verður fjallað um brautargerðina í Rásmarkinu fimmtudaginn 29. október. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mótshaldarar í Abu Dhabi segja allt tilbúið fyrir fyrsta Formúlu 1 mótið í Abu Dhabi um aðra helgi, en þeir segja líka að betra hefði verið að úrslitin í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 hefði ekki verið klár. En búið er að reisa dýrustu Formúlu 1 braut allra tíma í Abu Dhabi. "Ég hlakka til að sjá Jenson Button takast á við brautina í Abu Dhabi. Hann er búinn að innsigla titilinn og getur því ekið til sigurs og endað tímabilið með stæl", sagði Ross Brawn um lokamótið í Abu Dhabi. Hann vann tvo titla um síðustu helgi með nýju liði sínu og sest niður með Button næstu daga til að skoða samning fyrir næsta ár. Hvorugur aðili vildi semja fyrr en úrslitin í meistaramótinu lágu fyrir. Um 15.000 manns lögðu lokahönd á byggingu brautarinnar í Abu Dhabi sem notuð verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Þegar er búið að prufukeyra brautina með GP2 móti, en mótssvæðið er á sérbyggðu hafnarsvæði fyrir listisnekkjur. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað allar brautir síðustu ár og var engu til sparað. Ekkert keppnisliða hefur ekið brautina og standa því allir ökumenn jafnir að vígi fyrir mótið. Það nýmæli veður í Abu Dhabi að mótið hefst í dagsbritu en lýkur í rökkri og verður brautin þá flóðlýst og við sólsetur. Ætti því að verða mikið sjóarspil í sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 Sport. Ítarlega verður fjallað um brautargerðina í Rásmarkinu fimmtudaginn 29. október. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira