Viðskipti erlent

Microsoft dregur saman seglin

steve ballmer Kreppan víða um heim hefur snert svo afkomu hugbúnaðarrisans Microsoft að fyrirtækið hefur þurft að segja upp starfsfólki. Fréttablaðið/AFP
steve ballmer Kreppan víða um heim hefur snert svo afkomu hugbúnaðarrisans Microsoft að fyrirtækið hefur þurft að segja upp starfsfólki. Fréttablaðið/AFP

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að segja upp fimm þúsund manns í hagræðingarskyni til að mæta minni eftirspurn eftir hugbúnaði og öðrum vörum fyrirtækisins. Þetta jafngildir fimm prósentum af starfsliði fyrirtækisins.

Tekjur Microsoft námu 4,17 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 520 milljarða króna, á öðrum fjórðungi, sem lauk um áramótin. Þetta er ellefu prósenta samdráttur á milli ára.

Þetta er fyrsti viðamikli niðurskurðurinn í sögu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum bandaríska dagblaðsins New York Times, sem hefur eftir Steven Ballmer, forstjóra Microsoft, að aðgerðirnar séu afleiðingar þeirra efnahagsþrenginga sem séu að ganga yfir heiminn.

Afkoma fleiri tækni- og netfyrirtækja hefur sömuleiðis dregist saman, svo sem Intel og netrisans Google.

Gengi hlutabréfa Microsoft hefur fallið um þrettán prósent frá því afkomutölur fyrirtækisins voru birtar á miðvikudag og hefur það ekki verið lægra í ellefu ár.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×