Microsoft dregur saman seglin 24. janúar 2009 03:30 steve ballmer Kreppan víða um heim hefur snert svo afkomu hugbúnaðarrisans Microsoft að fyrirtækið hefur þurft að segja upp starfsfólki. Fréttablaðið/AFP Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að segja upp fimm þúsund manns í hagræðingarskyni til að mæta minni eftirspurn eftir hugbúnaði og öðrum vörum fyrirtækisins. Þetta jafngildir fimm prósentum af starfsliði fyrirtækisins. Tekjur Microsoft námu 4,17 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 520 milljarða króna, á öðrum fjórðungi, sem lauk um áramótin. Þetta er ellefu prósenta samdráttur á milli ára. Þetta er fyrsti viðamikli niðurskurðurinn í sögu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum bandaríska dagblaðsins New York Times, sem hefur eftir Steven Ballmer, forstjóra Microsoft, að aðgerðirnar séu afleiðingar þeirra efnahagsþrenginga sem séu að ganga yfir heiminn. Afkoma fleiri tækni- og netfyrirtækja hefur sömuleiðis dregist saman, svo sem Intel og netrisans Google. Gengi hlutabréfa Microsoft hefur fallið um þrettán prósent frá því afkomutölur fyrirtækisins voru birtar á miðvikudag og hefur það ekki verið lægra í ellefu ár. - jab Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að segja upp fimm þúsund manns í hagræðingarskyni til að mæta minni eftirspurn eftir hugbúnaði og öðrum vörum fyrirtækisins. Þetta jafngildir fimm prósentum af starfsliði fyrirtækisins. Tekjur Microsoft námu 4,17 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 520 milljarða króna, á öðrum fjórðungi, sem lauk um áramótin. Þetta er ellefu prósenta samdráttur á milli ára. Þetta er fyrsti viðamikli niðurskurðurinn í sögu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum bandaríska dagblaðsins New York Times, sem hefur eftir Steven Ballmer, forstjóra Microsoft, að aðgerðirnar séu afleiðingar þeirra efnahagsþrenginga sem séu að ganga yfir heiminn. Afkoma fleiri tækni- og netfyrirtækja hefur sömuleiðis dregist saman, svo sem Intel og netrisans Google. Gengi hlutabréfa Microsoft hefur fallið um þrettán prósent frá því afkomutölur fyrirtækisins voru birtar á miðvikudag og hefur það ekki verið lægra í ellefu ár. - jab
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira