Kanadískur ráðherra gagnrýndur fyrir að vilja íslenskt vinnuafl 3. mars 2009 15:29 Nancy Allan, atvinnumálaráðherra Manitobaríkis í Kanada. Nancy Allan atvinnumálaráðherra Manitobaríkis í Kanada hefur verið gagnrýnd harðlega af heimamönnum fyrir að bjóða Íslendingum upp á vinnu í ríkinu. Segja þeir sem gagnrýna ráðherrann að atvinnuleysi sé mikið í Manitoba og nær væri fyrir ráðherrann að leit lausna á því. Samkvæmt frétt um málið í Canadian Press er Allan nú stödd í fimm daga heimsókn á Íslandi þar sem hún ætlar að liðka um fyrir þeim Íslendingum sem hyggjast flytja vestur um haf í atvinnuleit. Þetta segir hún að sé framlag Manitoba til að aðstoða vinaþjóð í neyð. Það er einkum fólk af indjánaættum í Manitoba sem orðið hafa fyrir barðinu á auknu atvinnuleysi í ríkinu. Dean Fontaine frá Assembly of Manitoba Chiefs segir að ráðherrann ætti að líta sér nær og reyna að minnkandi ört vaxandi atvinnuleysi meðal indjána. Allan aftur á móti segir að með vinnuafli frá Íslandi sé ekki verið að tjalda til einnar nætur. Rannsóknir sýni að erlent vinnuafl sem kemur til Manitoba sest þar að til frambúðar í stórum mæli. Hérlendis hefur hún einkum áhuga á að fá vinnuafl með sérmenntun, hvort sem það er á félagslega sviðinu eða í orkugeiranum. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nancy Allan atvinnumálaráðherra Manitobaríkis í Kanada hefur verið gagnrýnd harðlega af heimamönnum fyrir að bjóða Íslendingum upp á vinnu í ríkinu. Segja þeir sem gagnrýna ráðherrann að atvinnuleysi sé mikið í Manitoba og nær væri fyrir ráðherrann að leit lausna á því. Samkvæmt frétt um málið í Canadian Press er Allan nú stödd í fimm daga heimsókn á Íslandi þar sem hún ætlar að liðka um fyrir þeim Íslendingum sem hyggjast flytja vestur um haf í atvinnuleit. Þetta segir hún að sé framlag Manitoba til að aðstoða vinaþjóð í neyð. Það er einkum fólk af indjánaættum í Manitoba sem orðið hafa fyrir barðinu á auknu atvinnuleysi í ríkinu. Dean Fontaine frá Assembly of Manitoba Chiefs segir að ráðherrann ætti að líta sér nær og reyna að minnkandi ört vaxandi atvinnuleysi meðal indjána. Allan aftur á móti segir að með vinnuafli frá Íslandi sé ekki verið að tjalda til einnar nætur. Rannsóknir sýni að erlent vinnuafl sem kemur til Manitoba sest þar að til frambúðar í stórum mæli. Hérlendis hefur hún einkum áhuga á að fá vinnuafl með sérmenntun, hvort sem það er á félagslega sviðinu eða í orkugeiranum.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira