Íslandshrun leiðir til breytinga í fjármálum breskra sveitarfélaga 21. september 2009 10:45 Hið gífurlega tap bæjar- og sveitarfélaga á hruni íslenska bankakerfisins s.l. haust hefur leitt til grundvallarbreytinga í stjórn á fjármálum þessara félaga. Fulltrúar þeirra eiga nú í viðræðum við forstjóra sjóða í The City, fjármálahverfi Lundúna, um stofnun nýrra sjóða sem sjái sérstaklega um að ávaxta fjármuni bæjar- og sveitarfélaganna. Í frétt um málið í The Financial Times segir að um sé að ræða útfærslu á markaðssjóðum þar sem bæjar- og sveitarfélögin gætu ávaxtað lausafé sitt en það er talið nema um 30 milljörðum punda. Tap þessara félaga á íslensku bönkunum nam einum milljarði punda, eða ríflega 200 milljörðum kr. Þetta tap leiddi svo aftur til þess að félögin drógu í miklum mæli fé sitt úr úr breskum fasteignasjóðum (building societies). Samtök sveitarfélaga á Bretlandi (LGA) hafa veitt heimild sína til framangreindra viðræðnum um stofnun sérstakra markaðssjóða sem yrðu sniðnir að þörfum félaganna. LGA reiknar með að í krafti stærðar sinnar gætu félögin t.d. fengið afslátt af þeirri prósentu, allt að 0,2%, sem núverandi markaðssjóðir taka af viðskiptavinum sínum fyrir að ávaxta fjármuni þeirra. Þetta eru svo aftur slæmar fréttir fyrir fasteignafélögin sem horfa fram á enn frekari flótta fjármagns frá sér ef framangreindar viðræður skila árangri. Adrian Coles forstjóri samtaka fasteignasjóða í Bretlandi segir að bæjar- og sveitarfélögin hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna íslenska bankahrunsins..."Nú leita þeir umfram allt í örugg skjól með fjármuni sína," segir Coles. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hið gífurlega tap bæjar- og sveitarfélaga á hruni íslenska bankakerfisins s.l. haust hefur leitt til grundvallarbreytinga í stjórn á fjármálum þessara félaga. Fulltrúar þeirra eiga nú í viðræðum við forstjóra sjóða í The City, fjármálahverfi Lundúna, um stofnun nýrra sjóða sem sjái sérstaklega um að ávaxta fjármuni bæjar- og sveitarfélaganna. Í frétt um málið í The Financial Times segir að um sé að ræða útfærslu á markaðssjóðum þar sem bæjar- og sveitarfélögin gætu ávaxtað lausafé sitt en það er talið nema um 30 milljörðum punda. Tap þessara félaga á íslensku bönkunum nam einum milljarði punda, eða ríflega 200 milljörðum kr. Þetta tap leiddi svo aftur til þess að félögin drógu í miklum mæli fé sitt úr úr breskum fasteignasjóðum (building societies). Samtök sveitarfélaga á Bretlandi (LGA) hafa veitt heimild sína til framangreindra viðræðnum um stofnun sérstakra markaðssjóða sem yrðu sniðnir að þörfum félaganna. LGA reiknar með að í krafti stærðar sinnar gætu félögin t.d. fengið afslátt af þeirri prósentu, allt að 0,2%, sem núverandi markaðssjóðir taka af viðskiptavinum sínum fyrir að ávaxta fjármuni þeirra. Þetta eru svo aftur slæmar fréttir fyrir fasteignafélögin sem horfa fram á enn frekari flótta fjármagns frá sér ef framangreindar viðræður skila árangri. Adrian Coles forstjóri samtaka fasteignasjóða í Bretlandi segir að bæjar- og sveitarfélögin hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna íslenska bankahrunsins..."Nú leita þeir umfram allt í örugg skjól með fjármuni sína," segir Coles.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira