Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu.
Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Í umræðum á landsfundi flokksins í dag voru skiptar skoðanir um niðurstöðu nefndarinnar. Árni sagði að skapa verði samstöðu í flokknum um niðurstöðuna í Evrópumálum. Hann sagði að tillaga Evrópunefndarinnar væri eins skýr og hún gæti orðið. „Við þurfum að byggja hér á samstöðu."
Þá vitnaði Árni til þess að bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason hafi sagt að ganga verði tvisvar til þjóðaratkvæðagreiðslna.
