Adriano Galliani varaforseti AC Milan lenti í óskemmtilegri reynslu á sunnudagskvöldið þegar ráðist var á bíl hans í Napoli eftir leik liðanna í ítölsku A-deildinni.
Upphaflega var talið að þarna hefðu verið á ferðinni heitustu stuðningsmenn Napoli-liðsins, en það hefur nú verið borið til baka.
Il Riformista segir þannig að mennirnir sem umkringdu bifreið Galliani, skáru á dekkin og létu högg og spörk dynja á bílnum, hafi nefnilega verið stuðningsmenn Milan.
Málið er í rannsókn en samkvæmt ítölskum fjölmiðlum brá Galliani mikið við þessa óvenjulegu uppákomu.