Veðrið gæti hjálpað sjálfstæðismönnum Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. apríl 2009 16:00 Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Siggi segir að skýra megi að nokkru tengsl veðurs og úrslita fyrir einstaka pólitíska hópa. Sjálfstæðismenn virðast þó óháðastir veðurfari á kjördag. Þetta gildi einkum þegar horft er á Framsóknarflokkinn og vinstriflokkana.Vinstrimenn hagnast á þungbúnu veðri „Framsóknarflokkurinn nær ávallt sínum sætustu sigrum í hægviðri og hlýju veðri en úrkoman vinnur gegn honum. Þannig er afleitt fyrir Framsóknarflokkinn að kosið sé þegar úti er úrkomusamt og hiti lágur," segir Siggi. Þá segir Siggi að vinstriflokkarnir nái ávallt góðum árangri í þungbúnu veðri og lágum hita og helst þurfi að vera úrkoma. „Í bjartviðri og hlýindum vinna þeir ekki sína stærstu sigra. Þá skulu þeir í það minnsta ekki vænta stórsigurs." Veðurfræðingurinn segir að veður hafi lítil áhrif á heildarkosningaþátttöku. Það sé hins vegar skýrt að Framsóknarmenn taki frekar þátt í kosningum í góðu veðri en í leiðinda veðri. „Er það túlkun mín að sá hluti kjósenda sem er nokk sama um kosningar almennt og nenna ómögulega á kjörstað í vondu veðri drífa sig af stað þegar veður er gott. Þessi hópur fólks virðist halla sér meira að miðjunni og því verður Framsóknarflokkurinn fyrir valinu." Reiknar með að veðrið hjálpi sjálfstæðismönnum Veðurhorfur gætu hjálpað Sjálfstæðisflokknum á laugardaginn, að mati Sigga. „Þó staða hans í skoðanakönnunum sé afleit má reikna með að veðrið hjálpi eitthvað." Siggi segir að veðrið gæti unnið gegn framsóknarmönnum og þá sérstaklega í einu helsta vígi flokksins á norðanverðu landinu. „Þar verður kalt og él og það afleit staða. Suðurhluti landsins vegur þarna eitthvað á móti." Vinstri flokkarnir ættu að ná sætum sigri, að mati Sigga. „Ekki endilega stórsigri eins og skoðanakannanir benta til þar sem blíðskaparveður verður sunnanlands en Norðurland vegur þarna upp á móti með kaldara veðri og éljum." Kosningar 2009 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Siggi segir að skýra megi að nokkru tengsl veðurs og úrslita fyrir einstaka pólitíska hópa. Sjálfstæðismenn virðast þó óháðastir veðurfari á kjördag. Þetta gildi einkum þegar horft er á Framsóknarflokkinn og vinstriflokkana.Vinstrimenn hagnast á þungbúnu veðri „Framsóknarflokkurinn nær ávallt sínum sætustu sigrum í hægviðri og hlýju veðri en úrkoman vinnur gegn honum. Þannig er afleitt fyrir Framsóknarflokkinn að kosið sé þegar úti er úrkomusamt og hiti lágur," segir Siggi. Þá segir Siggi að vinstriflokkarnir nái ávallt góðum árangri í þungbúnu veðri og lágum hita og helst þurfi að vera úrkoma. „Í bjartviðri og hlýindum vinna þeir ekki sína stærstu sigra. Þá skulu þeir í það minnsta ekki vænta stórsigurs." Veðurfræðingurinn segir að veður hafi lítil áhrif á heildarkosningaþátttöku. Það sé hins vegar skýrt að Framsóknarmenn taki frekar þátt í kosningum í góðu veðri en í leiðinda veðri. „Er það túlkun mín að sá hluti kjósenda sem er nokk sama um kosningar almennt og nenna ómögulega á kjörstað í vondu veðri drífa sig af stað þegar veður er gott. Þessi hópur fólks virðist halla sér meira að miðjunni og því verður Framsóknarflokkurinn fyrir valinu." Reiknar með að veðrið hjálpi sjálfstæðismönnum Veðurhorfur gætu hjálpað Sjálfstæðisflokknum á laugardaginn, að mati Sigga. „Þó staða hans í skoðanakönnunum sé afleit má reikna með að veðrið hjálpi eitthvað." Siggi segir að veðrið gæti unnið gegn framsóknarmönnum og þá sérstaklega í einu helsta vígi flokksins á norðanverðu landinu. „Þar verður kalt og él og það afleit staða. Suðurhluti landsins vegur þarna eitthvað á móti." Vinstri flokkarnir ættu að ná sætum sigri, að mati Sigga. „Ekki endilega stórsigri eins og skoðanakannanir benta til þar sem blíðskaparveður verður sunnanlands en Norðurland vegur þarna upp á móti með kaldara veðri og éljum."
Kosningar 2009 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira