Búist er við því að breska fjármálaráðuneytið greini frá því í dag að góðgerðarfélög sem áttu peninga á Icesave-reikningum í Bretlandi fái þá ekki bætta. Nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hafði áður mælst til þess að ríkið myndi koma góðgerðarfélögunum til hjálpar en breskir miðlar segja að ráðuneytið hafi nú ákveðið að aðhafast ekkert. Bresk góðgerðarfélög eru talin hafa tapað allt að 200 milljónum punda á hruni Landsbankans í Bretlandi.
Segja góðgerðarfélög ekki fá Icesave-bætur
