Viðskipti erlent

Gjaldþrot Sterling kostar Kaastrup 1400 milljónir króna

Gjaldþrot Sterling stefnir í að verða eitt það stærsta í Danmörku.
Gjaldþrot Sterling stefnir í að verða eitt það stærsta í Danmörku.

Gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins Sterling hefur áhrif á afkomu Kaastrup flugvallar í Kaupmannahöfn. Hrun félagsins kostar flugvöllinn um 70 milljónir danskra króna sem er um 1400 milljónir íslenskra. Þetta kemur fram í frétt hins danska Börsens í dag.

„Fjárhagslegt tjón í efnahagskreppunni, annað en ferðavenjur fólks, gjaldþrot og hagræðing í ferðabransanum setti strik í reikninginn árið 2008 fyrir flugvöllinn í Kaupmannahöfn. Sérstaklega í lok árs þegar neikvæðar tölur fóru að berast í hús á sama tíma og Sterling varð gjaldþrota," segir í ársreikningi flugvallarins.

Farþegatölur jukust þó um 0,6% á árinu 2008 og tekjur jukust um 6,5% í 3,1 milljarða dolalra. Menn horfa þó björtum augum til framtíðar og búast við betra ári árið 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×