Ólöglegt af Roskildebank að lána fyrir hlutum í bankanum 3. mars 2009 16:41 Danski bankinn Roskildebank, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði, beitti viðskiptavini sína miklum þrýstingi til að taka lán hjá bankanum til að kaupa hluti í honum. Þetta telur danskur prófessor að hafi verið ólöglegt af hálfu bankans. Annað kvöld verður heimildarþátturinn Bankrot eða Gjaldþrot sýndur í danska ríkissjónvarpinu DR1 þar sem þetta kemur fram. Prófessorinn sem hér um ræðir er Finn Östrup frá Copenhagen Business School. Hlutabréfakaupin sem hér um ræðir fóru fram í árslok 2006 þegar Roskildebank átti í miklum erfiðleikum. Danska fjármálaeftirlitið hafði á þessum tíma krafist þess að bankinn bætti eiginfjárstöðu sína og varasjóð sem ætlaður var til að mæta mögrum árum. Finn Östrup segir að bankinn hafi beitt blekkingum gegn þeim viðskiptavinum sínum sem bankanum tókst að fá til að taka lán til að kaupa hlutabréfin. Kaupin hafi verið kynnt sem fjárfestingartækifæri. Flestir þeirra sem fóru að fyrirmælum bankans hvað þetta varðar eru persónulega gjaldþrota í dag þar sem þeim reyndist ómögulegt að losa sig við þessi hlutabréf síðar meir. Fram kemur í umfjöllun danskra fjölmiðla um málið að efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar muni rannsaka þennan þátt í starfsemi Roskildebank og bíður nú eftir gögnum frá danska fjármálaeftirlitinu til að geta hafið rannsókn sína. Þessi frétt leiðir hugann að umfangsmiklum lánum gömlu bankanna þriggja til kaupa á eigin hlutabréfum bæði til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Spurningin er hvort íslensk yfirvöld taki sömu afstöðu til slíks og Danir virðast gera. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danski bankinn Roskildebank, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði, beitti viðskiptavini sína miklum þrýstingi til að taka lán hjá bankanum til að kaupa hluti í honum. Þetta telur danskur prófessor að hafi verið ólöglegt af hálfu bankans. Annað kvöld verður heimildarþátturinn Bankrot eða Gjaldþrot sýndur í danska ríkissjónvarpinu DR1 þar sem þetta kemur fram. Prófessorinn sem hér um ræðir er Finn Östrup frá Copenhagen Business School. Hlutabréfakaupin sem hér um ræðir fóru fram í árslok 2006 þegar Roskildebank átti í miklum erfiðleikum. Danska fjármálaeftirlitið hafði á þessum tíma krafist þess að bankinn bætti eiginfjárstöðu sína og varasjóð sem ætlaður var til að mæta mögrum árum. Finn Östrup segir að bankinn hafi beitt blekkingum gegn þeim viðskiptavinum sínum sem bankanum tókst að fá til að taka lán til að kaupa hlutabréfin. Kaupin hafi verið kynnt sem fjárfestingartækifæri. Flestir þeirra sem fóru að fyrirmælum bankans hvað þetta varðar eru persónulega gjaldþrota í dag þar sem þeim reyndist ómögulegt að losa sig við þessi hlutabréf síðar meir. Fram kemur í umfjöllun danskra fjölmiðla um málið að efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar muni rannsaka þennan þátt í starfsemi Roskildebank og bíður nú eftir gögnum frá danska fjármálaeftirlitinu til að geta hafið rannsókn sína. Þessi frétt leiðir hugann að umfangsmiklum lánum gömlu bankanna þriggja til kaupa á eigin hlutabréfum bæði til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Spurningin er hvort íslensk yfirvöld taki sömu afstöðu til slíks og Danir virðast gera.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira