Emil: Erum tilbúnir að deyja fyrir Ísland á miðvikudaginn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 22:17 Emil í leik Íslands og Hollands. Mynd/Getty Images Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu. Emil spilar nú á Ítalíu með Reggina en þrettán leikmenn voru keyptir til Tottenham í félagaskiptaglugganum sem Emil kom í. „Reynsla mín á Englandi voru mér gríðarleg vonbrigði, ég fékk bara engin tækifæri en mig langar þangað aftur," sagði Emil sem útilokaði reyndar ekki að fara til Skotlands. „Ég vil sanna að ég geti spilað á meðal þeirra bestu. Kannski verður einhver frá Tottenham á Hampden - Ég mun leggja mig 150 prósent fram í leiknum til að sýna þeim að þeir gerðu mistök," sagði Emil ákveðinn. Emil segir einnig að Holland sé eðlilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum en keppnin sé á milli Íslands og Skotlands um annað sætið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að berjast hatrammlega. Ef ég á að vera hreinskilinn verðum við að vera tilbúnir til að deyja fyrir landið okkar á miðvikudaginn," sagði Emil. „Við teljum að við eigum góða möguleika á að komast áfram, og þetta er einn stærsti leikur í sögu okkar þannig að við erum bjartsýnir. Mér fannst við verðskulda jafntefli í Reykjavík. Við vorum óheppnir en Skotland er með gott lið og marga góða leikmenn úr stórum félögum í Skotlandi og á Englandi." „Mér líkar vel við James McFadden en ég veit að hann missir af leiknum. Það eru frábær tíðindi fyrir okkur. Darren Fletcher er líka góður leikmaður og það kemur mér alltaf á óvart þegar fólk talar hann niður og segir að hann sé ekkert það góður. Hann er kannski ekki skærasta stjarnan á Old Trafford en hann fær ekki það hrós sem ann á skilið," sagði Emil. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu. Emil spilar nú á Ítalíu með Reggina en þrettán leikmenn voru keyptir til Tottenham í félagaskiptaglugganum sem Emil kom í. „Reynsla mín á Englandi voru mér gríðarleg vonbrigði, ég fékk bara engin tækifæri en mig langar þangað aftur," sagði Emil sem útilokaði reyndar ekki að fara til Skotlands. „Ég vil sanna að ég geti spilað á meðal þeirra bestu. Kannski verður einhver frá Tottenham á Hampden - Ég mun leggja mig 150 prósent fram í leiknum til að sýna þeim að þeir gerðu mistök," sagði Emil ákveðinn. Emil segir einnig að Holland sé eðlilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum en keppnin sé á milli Íslands og Skotlands um annað sætið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að berjast hatrammlega. Ef ég á að vera hreinskilinn verðum við að vera tilbúnir til að deyja fyrir landið okkar á miðvikudaginn," sagði Emil. „Við teljum að við eigum góða möguleika á að komast áfram, og þetta er einn stærsti leikur í sögu okkar þannig að við erum bjartsýnir. Mér fannst við verðskulda jafntefli í Reykjavík. Við vorum óheppnir en Skotland er með gott lið og marga góða leikmenn úr stórum félögum í Skotlandi og á Englandi." „Mér líkar vel við James McFadden en ég veit að hann missir af leiknum. Það eru frábær tíðindi fyrir okkur. Darren Fletcher er líka góður leikmaður og það kemur mér alltaf á óvart þegar fólk talar hann niður og segir að hann sé ekkert það góður. Hann er kannski ekki skærasta stjarnan á Old Trafford en hann fær ekki það hrós sem ann á skilið," sagði Emil.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu