Emil: Erum tilbúnir að deyja fyrir Ísland á miðvikudaginn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 22:17 Emil í leik Íslands og Hollands. Mynd/Getty Images Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu. Emil spilar nú á Ítalíu með Reggina en þrettán leikmenn voru keyptir til Tottenham í félagaskiptaglugganum sem Emil kom í. „Reynsla mín á Englandi voru mér gríðarleg vonbrigði, ég fékk bara engin tækifæri en mig langar þangað aftur," sagði Emil sem útilokaði reyndar ekki að fara til Skotlands. „Ég vil sanna að ég geti spilað á meðal þeirra bestu. Kannski verður einhver frá Tottenham á Hampden - Ég mun leggja mig 150 prósent fram í leiknum til að sýna þeim að þeir gerðu mistök," sagði Emil ákveðinn. Emil segir einnig að Holland sé eðlilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum en keppnin sé á milli Íslands og Skotlands um annað sætið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að berjast hatrammlega. Ef ég á að vera hreinskilinn verðum við að vera tilbúnir til að deyja fyrir landið okkar á miðvikudaginn," sagði Emil. „Við teljum að við eigum góða möguleika á að komast áfram, og þetta er einn stærsti leikur í sögu okkar þannig að við erum bjartsýnir. Mér fannst við verðskulda jafntefli í Reykjavík. Við vorum óheppnir en Skotland er með gott lið og marga góða leikmenn úr stórum félögum í Skotlandi og á Englandi." „Mér líkar vel við James McFadden en ég veit að hann missir af leiknum. Það eru frábær tíðindi fyrir okkur. Darren Fletcher er líka góður leikmaður og það kemur mér alltaf á óvart þegar fólk talar hann niður og segir að hann sé ekkert það góður. Hann er kannski ekki skærasta stjarnan á Old Trafford en hann fær ekki það hrós sem ann á skilið," sagði Emil. Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu. Emil spilar nú á Ítalíu með Reggina en þrettán leikmenn voru keyptir til Tottenham í félagaskiptaglugganum sem Emil kom í. „Reynsla mín á Englandi voru mér gríðarleg vonbrigði, ég fékk bara engin tækifæri en mig langar þangað aftur," sagði Emil sem útilokaði reyndar ekki að fara til Skotlands. „Ég vil sanna að ég geti spilað á meðal þeirra bestu. Kannski verður einhver frá Tottenham á Hampden - Ég mun leggja mig 150 prósent fram í leiknum til að sýna þeim að þeir gerðu mistök," sagði Emil ákveðinn. Emil segir einnig að Holland sé eðlilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum en keppnin sé á milli Íslands og Skotlands um annað sætið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að berjast hatrammlega. Ef ég á að vera hreinskilinn verðum við að vera tilbúnir til að deyja fyrir landið okkar á miðvikudaginn," sagði Emil. „Við teljum að við eigum góða möguleika á að komast áfram, og þetta er einn stærsti leikur í sögu okkar þannig að við erum bjartsýnir. Mér fannst við verðskulda jafntefli í Reykjavík. Við vorum óheppnir en Skotland er með gott lið og marga góða leikmenn úr stórum félögum í Skotlandi og á Englandi." „Mér líkar vel við James McFadden en ég veit að hann missir af leiknum. Það eru frábær tíðindi fyrir okkur. Darren Fletcher er líka góður leikmaður og það kemur mér alltaf á óvart þegar fólk talar hann niður og segir að hann sé ekkert það góður. Hann er kannski ekki skærasta stjarnan á Old Trafford en hann fær ekki það hrós sem ann á skilið," sagði Emil.
Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira