Emil Hallfreðsson, leikmaður Reggina í ítölsku úrvalsdeildinni, er í dag orðaður við bæði Chievo og Parma í ítölskum fjölmiðlum.
Emil hefur lítið fengið að spila með Reggina á leiktíðinni og hefur lengi verið orðaður við Napoli en nú virðist sem svo að Chievo og Parma hafi bæst í hópinn.
Reggina er sem stendur í næst neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig en Chievo í því neðsta með tíu. Parma er í þriðja sæti ítölsku B-deildarinnar.