Brasilíumaðurinn Ronaldinho er 29 ára í dag og félag hans, AC Milan, ákvað að slá upp afmælisveislu á æfingasvæði félagsins.
Þegar leikmenn komu af morgunæfingu biðu þeirra glæsilegar afmælistertur og kampavín. Minna má það víst ekki vera.
Leikmenn gæddu sér á kræsingunum áður en þeir stigu upp í flugvél og fóru til Napoli þar sem Milan spilar á morgun.