Fótbolti

Mourinho getur unnið meistaratitil í þriðja landinu um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
José Mourinho er að gera góða hluti með IInternazionale.
José Mourinho er að gera góða hluti með IInternazionale. Mynd/AFP

Internazionale getur orðið ítalskur meistari á sunnudaginn. Portúgalinn José Mourinho getur þar með unnið meistaratitil í þriðja landinu en hann gerði einnig Porto að portúgölskum meisturum (2003 og 2004) og Chelsea að enskum meisturum (2005 og 2006).

Takist Internazionale að tryggja sér titilinn þá hefur Mourinho unnið meistaratitil á sínu fyrsta ári með Porto (2003), Chelsea (2005) og Internazionale (2009).

José Mourinho getur þar með bæst í hóp góðra manna sem hafa gert lið að meisturum í þremur löndum eða fleiri. Þeir eru tólf talsins.

Einn þeirra er Eric Gerets, núverandi þjálfari franska liðsins Olympique Marseille. Gerets á möguleika á að gera Marseille að frönskum meisturum og myndi þar með vinna meistaratitilinn í fjórða landinu.

Gerets gerði belgísku liðin Lierse og Club Brugge ap meisturum, vann titilinn tvisvar með hollenska liðinu PSV og gerði síðan tyrkneska liðið Galatasaray að meisturum.

Þjálfarar með meistaratitla í þremur löndum eða fleiri:

4 Ernst Happel

- 3 Rapid Wien (Austurríki), 2 FC Tirol (Austurríki), 2 Feyenoord (Holland), 3 Club Brugge (Belgía), 2 Hamburger SV (Þýskaland)

4 Giovanni Trapattoni

- 6 Juventus (Ítalíu), 1 Internazionale (Ítalíu), 1 Bayern München (Þýskalandi), 1 Benfica (Portúgal), 1 Red Bull Salzburg (Austurríki)

4 Tomislav Ivic

- 3 Hajduk Split (Júgóslavía), 1 Ajax (Holland), 1 Anderlecht (Belgía), 1 FC Porto (Portúgal)

3 Lajos Czeizler

3 Max Merkel

3 Vujadin Boskov

3 Miroslav Blazevic

3 Christoph Daum

3 Mircea Lucescu

3 Trond Sollied

3 Eric Gerets

3 Dick Advocaat








Fleiri fréttir

Sjá meira


×