Innlent

Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn

Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur.

Forstjóri Neyðarlínunnar, Þórhallur Ólafsson, var áður aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar núverandi ritstjóra Fréttablaðsins.

Á vef dv.is segir að í stjórn Neyðarlínunnar, þegar styrkurinn var veittur, sátu fulltrúar Reykjavíkurborgar, dómsmálaráðuneytis, samgönguráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Þessum ráðuneytum var öllum stýrt af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar.

Neyðarlínan er eina opinbera hlutafélagið fyrir utan Orkubú Vestfjarða sem er sameignarfyrirtæki ríkissjóðs og sveitarfélaganna í Vestfjarðarkjördæmi. Það studdi flokkinn um fjörtíu þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×