Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir leiki dagsins. Ekkert gengur hjá Roma sem situr um miðja deild eftir tap á heimavelli gegn Livorno.
Amauri skoraði sigurmark Juve sem nálgast toppinn þar sem liðinu var spáð. Inter situr samt á toppnum eins og stendur og Sampdoria er í öðru sætinu.
Úrslit dagsins:
Roma-Livorno 0-1
- Francesco Tavano.
Atalanta-Parma 3-1
Valdes, Simone Tiribocchi, Federico Peluso - Alberto Paloschi.
Bari-Lazio 2-0
Paulo Vito Barreto, Riccardo Meggiorini.
Cagliari-Genoa 3-2
Davide Biondini, Nene, Andrea Lazzari - Giandomenico Mesto, Sergio Floccari.
Fiorentina-Napoli 0-1
- Cristian Maggio.
Palermo-Udinese 1-0
Cesare Bovo.
Siena-Juventus 0-1
- Carvalho Amauri.