Viðskipti erlent

Pólskur banki afskrifar lán á Íslandi

Það bætist stöðugt við þá flóru landa þar sem bankar og fjármálafyrirtæki þurfa að afskrifa milljónir eða milljarða vegna hruns íslenska bankakerfisins. Nú hefur BRE bankinn í Póllandi bætst í hópinn en hann er þriðji stærsti banki Póllands.

Í frétt á Reuters um afkomu bankans á síðasta ári segir að BRE hafi afskrifað hlut sinn í sambankaláni til Íslands á fjórða ársfjórðungi ársins. Upphæðin sem hér um ræðir er 5 milljón zloty eða um 200 milljónir kr..

BRE er í eigu Commerzbank í Þýskalandi og segir í frétt Reuters að fjórði ársfjórðungur hafi verið mun verri hvað afkomuna varðar en sá þriðji er hagnaður upp á 200 milljón zloty varð á rekstrinum. Uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung verður birt í byrjun febrúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×