Steinunn Valdís: Prófkjör kosta 22. apríl 2009 18:30 Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Prókjör kosta, barnaskapur að halda annað, segir Steinunn Valdís. Björn Ingi Hrafnsson og Guðfinna Bjarnadóttir fengu milljón hvort í styrk frá Baugi samkvæmt leynistyrkjalista stjórnmálamanna sem DV birtir í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gær að meðal annars stórfyrirtækin Baugur og FL Group hefðu styrkt frambjóðendur fyrir síðustu alþingiskosningar um milljónir króna og verið til þess viljug meðan viðskiptalífið stóð í blóma árið 2006. Nú hefur DV bætt um betur og birt nöfn stjórnmálamanna og fyrrverandi ráðherra sem samkvæmt þeirra heimildum fengu háa styrki. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk fyrir prófkjör 2006 tvær milljónir króna frá Baugi og aðrar tvær frá FL Group. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu síðdegis að þessar tölur væru á réttu róli. Hann kvaðst jafnframt hafa allt sitt á þurru og skilað öllu til skattstjóra. Jafnframt kvaðst hann aldrei hafa lent í því að nokkur styrktarðili hefðu reynt að rukka inn greiðann. Guðlaugur Þór styður það að prófkjörsbókhald verði opnað - en hann muni ekki gera það einn. Hann neitaði að gefa upp hvað barátta hans hefði kostað í heild né heldur hvort hann hefði fengið jafnháa eða hærri styrki frá öðru fyrirtækjum. Steinunn Valdís fékk milljón frá Baugi og aðra frá FL Group fyrir prófkjör sitt til alþingis - en fékk jafnháa styrki frá þessum fyrirtækjum fyrir sveitarstjórnarprófkjör sama ár. Samtals fjórar milljónir. Í samtali við fréttastofu nú laust fyrir fréttir kvað hún ekkert hafa að fela og sjálfsagt að opna bókhaldið - gjöri aðrir slíkt hið sama. Þá hafði hún rekið baráttu sína á eigin kennitölu og skilað öllu til skattsins. Hún neitaði að tjá sig um það hvort hún hefði fengið fleiri jafnháa eða hærri styrki, en sagði prófkjörið hafa kostað sig tæpar fimm milljónir króna. Örskömmu eftir prófkjörin samþykktu flokkarnir að siðferðismörk leynistyrkja til flokkanna sjálfra væru 300 þúsund krónur. Steinunn Valdís neitaði að tjá sig um það hvort eðlilegt væri að einstaklingar í framboði hefðu fáum vikum áður þegið í trúnaði mun hærri styrki. Af öðrum á lista DV eru Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður sem fékk eina milljón frá Baugi. Guðfinna Bjarnadóttir Sjálfstæðismaður fékk sömu upphæð. Aðrir fengu lægri styrki frá Baugi, Helgi Hjörvar Samfylkingarmaður fékk níuhundruð þúsund, Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðismaður fékk 500, Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki sömuleiðis. Aðrir fengu lægri styrki. Kosningar 2009 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Prókjör kosta, barnaskapur að halda annað, segir Steinunn Valdís. Björn Ingi Hrafnsson og Guðfinna Bjarnadóttir fengu milljón hvort í styrk frá Baugi samkvæmt leynistyrkjalista stjórnmálamanna sem DV birtir í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gær að meðal annars stórfyrirtækin Baugur og FL Group hefðu styrkt frambjóðendur fyrir síðustu alþingiskosningar um milljónir króna og verið til þess viljug meðan viðskiptalífið stóð í blóma árið 2006. Nú hefur DV bætt um betur og birt nöfn stjórnmálamanna og fyrrverandi ráðherra sem samkvæmt þeirra heimildum fengu háa styrki. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk fyrir prófkjör 2006 tvær milljónir króna frá Baugi og aðrar tvær frá FL Group. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu síðdegis að þessar tölur væru á réttu róli. Hann kvaðst jafnframt hafa allt sitt á þurru og skilað öllu til skattstjóra. Jafnframt kvaðst hann aldrei hafa lent í því að nokkur styrktarðili hefðu reynt að rukka inn greiðann. Guðlaugur Þór styður það að prófkjörsbókhald verði opnað - en hann muni ekki gera það einn. Hann neitaði að gefa upp hvað barátta hans hefði kostað í heild né heldur hvort hann hefði fengið jafnháa eða hærri styrki frá öðru fyrirtækjum. Steinunn Valdís fékk milljón frá Baugi og aðra frá FL Group fyrir prófkjör sitt til alþingis - en fékk jafnháa styrki frá þessum fyrirtækjum fyrir sveitarstjórnarprófkjör sama ár. Samtals fjórar milljónir. Í samtali við fréttastofu nú laust fyrir fréttir kvað hún ekkert hafa að fela og sjálfsagt að opna bókhaldið - gjöri aðrir slíkt hið sama. Þá hafði hún rekið baráttu sína á eigin kennitölu og skilað öllu til skattsins. Hún neitaði að tjá sig um það hvort hún hefði fengið fleiri jafnháa eða hærri styrki, en sagði prófkjörið hafa kostað sig tæpar fimm milljónir króna. Örskömmu eftir prófkjörin samþykktu flokkarnir að siðferðismörk leynistyrkja til flokkanna sjálfra væru 300 þúsund krónur. Steinunn Valdís neitaði að tjá sig um það hvort eðlilegt væri að einstaklingar í framboði hefðu fáum vikum áður þegið í trúnaði mun hærri styrki. Af öðrum á lista DV eru Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður sem fékk eina milljón frá Baugi. Guðfinna Bjarnadóttir Sjálfstæðismaður fékk sömu upphæð. Aðrir fengu lægri styrki frá Baugi, Helgi Hjörvar Samfylkingarmaður fékk níuhundruð þúsund, Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðismaður fékk 500, Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki sömuleiðis. Aðrir fengu lægri styrki.
Kosningar 2009 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira