Bradford: Engar afsakanir 25. janúar 2009 08:45 Nick Bradford í leik með Keflavík á árum áður "Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær. Bradford átti skínandi leik fyrir þá gulu í ljósi þess að þetta var aðeins þriðji leikur hans með liðinu síðan hann kom til landsins fyrir skömmu. "Ég er rétt að komast inn í hlutina og venjast félögum mínum í liðinu. Ég er mjög bjartsýnn á að við eigum eftir að veita þeim harða keppni þegar líður að vori," sagði þessi skemmtilegi leikmaður sem skoraði 27 stig og var stigahæsti maður vallarins. Við spurðum hann út í KR-liðið. "KR-liðið er fínt varnarlið, hitti vel og er augljóslega með sjálfstraustið í botni eftir þessa miklu sigurgöngu. Liðið á heiður skilinn fyrir góðan leik í dag - við höfum engar afsakanir." Bradford lék í tvö ár með Keflavík fyrir nokkrum árum og varð þá meistari bæði árin. Við spurðum hann hvernig honum litist á að spila nokkuð ólíkt hlutverk með Grindvíkingum að þessu sinni. "Hérna verður mér ef til vill falið að sinna meiri varnarskyldu. Ég gerði það kannski ekki nógu vel í dag, en ég þarf að reyna að komast meira inn í sendingar og vera duglegri að frákasta. Ég ætla að reyna að gefa félögum mínum sjálfstraust og drífa þá áfram. Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu tapi, við verðum að horfa fram á við," sagði þessi litríki leikmaður. Bradford kemur til með að spila stöðu miðherja af og til með liði Grindavíkur sem er ríkt af skyttum og reynir oftar en ekki að keyra upp hraðann. Við spurðum Bradford hvort hann hefði reynslu af að spila miðherjastöðuna. "Raunar ekki. Kannski eitthvað aðeins í háskóla þegar stóru mennirnir voru meiddir. Það er mér mikil áskorun og ég er tilbúinn að takast á við hana." Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
"Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær. Bradford átti skínandi leik fyrir þá gulu í ljósi þess að þetta var aðeins þriðji leikur hans með liðinu síðan hann kom til landsins fyrir skömmu. "Ég er rétt að komast inn í hlutina og venjast félögum mínum í liðinu. Ég er mjög bjartsýnn á að við eigum eftir að veita þeim harða keppni þegar líður að vori," sagði þessi skemmtilegi leikmaður sem skoraði 27 stig og var stigahæsti maður vallarins. Við spurðum hann út í KR-liðið. "KR-liðið er fínt varnarlið, hitti vel og er augljóslega með sjálfstraustið í botni eftir þessa miklu sigurgöngu. Liðið á heiður skilinn fyrir góðan leik í dag - við höfum engar afsakanir." Bradford lék í tvö ár með Keflavík fyrir nokkrum árum og varð þá meistari bæði árin. Við spurðum hann hvernig honum litist á að spila nokkuð ólíkt hlutverk með Grindvíkingum að þessu sinni. "Hérna verður mér ef til vill falið að sinna meiri varnarskyldu. Ég gerði það kannski ekki nógu vel í dag, en ég þarf að reyna að komast meira inn í sendingar og vera duglegri að frákasta. Ég ætla að reyna að gefa félögum mínum sjálfstraust og drífa þá áfram. Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu tapi, við verðum að horfa fram á við," sagði þessi litríki leikmaður. Bradford kemur til með að spila stöðu miðherja af og til með liði Grindavíkur sem er ríkt af skyttum og reynir oftar en ekki að keyra upp hraðann. Við spurðum Bradford hvort hann hefði reynslu af að spila miðherjastöðuna. "Raunar ekki. Kannski eitthvað aðeins í háskóla þegar stóru mennirnir voru meiddir. Það er mér mikil áskorun og ég er tilbúinn að takast á við hana."
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira