Viðskipti erlent

Bildt: Engin hraðmeðferð fyrir Ísland en styttri leið

Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar tjáði blaðamönnum í Brussel í morgun að Ísland fengi ekki neina hraðmeðferð inn í Evrópusambandið. Hinsvegar væri til styttri leið fyrir landið.

Greint er frá þessum orðum Bildt á Bloomberg fréttaveitunni. Þar er haft eftir Bildt að það finnist „rather shorter track" fyrir Ísland eftir að hann neitaði því að landið fengi hraðmeðferð hjá ESB.

Utanríkisráðherrar ESB funda í Brussel í dag og verður umsókn Íslands um aðildarviðræður við sambandið á dagskránni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×