Atvinnuleysi nær áður óþekktum hæðum í vor 12. febrúar 2009 12:26 Atvinnuleysi eykst nú hröðum skrefum og er útlit fyrir að það nái áður óþekktum hæðum á vordögum, að því er segir í Morgunkorni greiningar Glitnis. Nú eru yfir 14.700 manns atvinnulausir á landinu samkvæmt tölu á vefsíðu Vinnumálastofnunnar en það er rétt tæplega 9% af mannaflanum á vinnumarkaðinum. Í Morgunkorninu er vitnað til yfirlits um stöðuna sem Vinnumálastofnun birti í gær á vinnumarkaði í janúar. Kemur þar fram að skráð atvinnuleysi í mánuðinum var að meðaltali 6,6%, sem jafngildir því að 2,554 manns hafi að jafnaði verð án vinnu. Þetta er hæsta atvinnuleysishlutfall frá ársbyrjun 1995, þegar atvinnuleysi nam 6,8% af vinnuaflinu. Ólíkt því sem þá var er atvinnuleysi nú ört vaxandi og útlit fyrir að það fari í eða yfir 10% fyrir sumarið. Fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunar að um síðustu mánaðamót voru 2.136 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í hlutastörfum. Samsvarar þetta tæplega fimmtungi þeirra sem skráðir voru atvinnulausir í janúarlok. Ríflega helmingur þessa fólks fær greiddan hluta atvinnuleysisbóta í samræmi við það sem vantar upp á fullt starfshlutfall, samkvæmt lögum um hlutabætur sem sett voru í nóvember síðastliðnum. Þessi hópur hefur vaxið ört, en móttakendur slíkra bóta voru 668 í desemberlok og 210 í lok nóvember. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Atvinnuleysi eykst nú hröðum skrefum og er útlit fyrir að það nái áður óþekktum hæðum á vordögum, að því er segir í Morgunkorni greiningar Glitnis. Nú eru yfir 14.700 manns atvinnulausir á landinu samkvæmt tölu á vefsíðu Vinnumálastofnunnar en það er rétt tæplega 9% af mannaflanum á vinnumarkaðinum. Í Morgunkorninu er vitnað til yfirlits um stöðuna sem Vinnumálastofnun birti í gær á vinnumarkaði í janúar. Kemur þar fram að skráð atvinnuleysi í mánuðinum var að meðaltali 6,6%, sem jafngildir því að 2,554 manns hafi að jafnaði verð án vinnu. Þetta er hæsta atvinnuleysishlutfall frá ársbyrjun 1995, þegar atvinnuleysi nam 6,8% af vinnuaflinu. Ólíkt því sem þá var er atvinnuleysi nú ört vaxandi og útlit fyrir að það fari í eða yfir 10% fyrir sumarið. Fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunar að um síðustu mánaðamót voru 2.136 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í hlutastörfum. Samsvarar þetta tæplega fimmtungi þeirra sem skráðir voru atvinnulausir í janúarlok. Ríflega helmingur þessa fólks fær greiddan hluta atvinnuleysisbóta í samræmi við það sem vantar upp á fullt starfshlutfall, samkvæmt lögum um hlutabætur sem sett voru í nóvember síðastliðnum. Þessi hópur hefur vaxið ört, en móttakendur slíkra bóta voru 668 í desemberlok og 210 í lok nóvember.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira