Erlent

Einn með 20 milljarða

Guðjón Helgason skrifar

Heppnin var með lottóspilara á Spáni sem fékk ríflega 20 milljarða króna í vinning þegar stóri potturinn í Evrópulottóinu kom á einn miða í gærkvöldi.

Potturinn í Evrópulottóinu eða Euromillions var 126 milljónir evra eða ríflega 20 milljarðar króna. Vinningurinn er sá stærsti á einn miða í Evrópulottóinu og jafnvel í heimi. Hann kom á miða sem keyptur var í sjoppu í Madrídarborg. Líkurnar á því að vinningurinn kæmi á einn miða voru einn á móti 76 milljónum.

Samkvæmt fulltrúum Euromillions gaf vinningshafinn gaf sig fram í dag en nafn hans hefur ekki verið birt.

Níu Evrópulönd taka þátt í Evrópulottóinu. Þau eru Austurríki, Belgía, Bretland, Frakkland, Írland, Lúxembúrg, Portúgal, Spánn og Sviss.

Stærsti vinningurinn í Euromillions var 183,5 milljón evra eða ríflega 30 milljarða króna á núgengi en hann hrepptu tveir Frakkar og einn Portúgali í febrúar 2006.

Næst stærsti vinningurinn sem komið hefur á einn miða var 115 milljónir evra eða rúmir 19 milljarðar króna á núgengi. Hann kom í hlut Doris McNamara á Írlandi í júní 2005.

Óvíst er að vinningshafinn á Spáni gefi sig fram í ljósi lífreynslu hennar. Heimili McNamara-fjölskyldunnar var umkringt af fjölmiðlamönnum í margar vikur eftir að upplýst var hver hefði fengið vinninginn. Að lokum fluttu Dolores og fjölskylda úr látlausu einlyftu íbúðarhúsi sínu í nærri 600 fermetra hús á hæð í írsku þorpi fjarri öllum skarkala. Þau létu setja upp girðingar og öryggiskerfi enda hafði margsinnis verði hótað að ræna einhverjum úr fjölskyldunni enda ætti Dolores ekki að reynast erfitt að borgar lausnargjald.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×