Viðskipti erlent

Mesta verðfall á olíu í sjö ár

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um 12% frá því í gærkvöldi og er þetta mesta verðfall á olíu á svo skömmum tíma á síðustu sjö árum. Verðið fór í 50 dollara á tunnuna í gærmorgun en var komið niður fyrir 43 dollara í morgun.

Í frétt á Reuters um málið segir að verðfallið hafi komið í kjölfar fregna um að olíubirgðir Bandaríkjamanna hafi aukist mun meira en menn höfðu gert ráð fyrir.

Tölurnar sýna að birgðirnar hafa aukist frá áramótum um 6,7 milljónir tunna en greinendur tölu að aukningin myndi nema 900.000 tunnum. Þetta þykir styðja ennfrekar við þær spár að eftirspurn eftir olíu fari nú harðminnkandi, einkum í Bandaríkjunum sem er stærsti einstaki notandi olíu í heiminum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×