Niki Lauda: Refsa á Renault fyrir svindl 17. september 2009 09:04 Niki Lauda og Nelson Piquet eldri, sem nargir telja að hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla. mynd: Getty Images Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu. Flavio Briatore og Pat Symonds sem voru að baki aðgerðinni hafa verið reknir frá liðinu, en alþjóðabílasambandið, FIA tekur málið fyrir á mánudaginn og ákvarðar refsingu í málinu. "Þegar ég las um þetta mál í fyrsta skipti þá fannst mér þetta það versta sem hefur komið fyrir í Formúlu 1. Það er aðeins eitt atvik sambærilegt. Það er þegar Michael Schumacher stöðvaði bíl sinn í miðri beygju til að hefta tímatökun í Mónakó 2006, en það er ekki einu sinni svipað", sagði Niki Lauda. "Svo var skandallinn með stolinn gögn hjá McLaren fyrir tveimur árum. En þetta með klessukeyrslu Piquet er alvarlegra mál. Það ber að refsa Renault. Svo fannst mér yfirlýsingar Britaore um einkalíf Piquet fyrir neðan allar hellur", sagði Lauda en Briatore sendi eitraðar pillur í átt að Piquet og setti spurningarmerki við kynhegðun hans. Nelson Piquet eldri er fyrrum Formúlu 1 meistari og umboðsmaður sonar síns með sama nafni. Margir telja að hann hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla þar sem sonur hans var rekinn frá Renault vegna slaks árangurs á þessu ári. Sjá meira um málið Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu. Flavio Briatore og Pat Symonds sem voru að baki aðgerðinni hafa verið reknir frá liðinu, en alþjóðabílasambandið, FIA tekur málið fyrir á mánudaginn og ákvarðar refsingu í málinu. "Þegar ég las um þetta mál í fyrsta skipti þá fannst mér þetta það versta sem hefur komið fyrir í Formúlu 1. Það er aðeins eitt atvik sambærilegt. Það er þegar Michael Schumacher stöðvaði bíl sinn í miðri beygju til að hefta tímatökun í Mónakó 2006, en það er ekki einu sinni svipað", sagði Niki Lauda. "Svo var skandallinn með stolinn gögn hjá McLaren fyrir tveimur árum. En þetta með klessukeyrslu Piquet er alvarlegra mál. Það ber að refsa Renault. Svo fannst mér yfirlýsingar Britaore um einkalíf Piquet fyrir neðan allar hellur", sagði Lauda en Briatore sendi eitraðar pillur í átt að Piquet og setti spurningarmerki við kynhegðun hans. Nelson Piquet eldri er fyrrum Formúlu 1 meistari og umboðsmaður sonar síns með sama nafni. Margir telja að hann hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla þar sem sonur hans var rekinn frá Renault vegna slaks árangurs á þessu ári. Sjá meira um málið
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira