Alcoa: Óvæntur hagnaður, hlutabréf hækka um 6% 8. október 2009 08:27 Bandaríski álrisinn Alcoa skilaði óvæntum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 39 milljónum dollara, eða 4,9 milljörðum kr. sem gerir 4 sent á hlutinn. Sérfræðingar höfðu hinsvegar spáð tapi upp á 9 sent á hlutinn. Hlutir í Alcoa hækkuðu um 6% á eftirmarkaði þegar uppgjörið var tilkynnt eftir lokun markaða í gærkvöldi. Samkvæmt frétt um uppgjörið á Reuters eru ástæðurnar fyrir hinum óvænta hagnaði einkum þær að hagræðingar og sparnaðaraðgerðir núverandi stjórnar hafa skilað góðum árangri. Þar að auki hefur álverð stöðugt farið hækkandi í sumar. Félagið hefur dregið úr framleiðslu sinni um 20% og sagt upp 30% af starfsmönnum sínum á undanförnum 12 mánuðum. Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa segir að þrátt fyrir hækkun á álverði undanfarna mánuði sé verðið enn ekki nógu hátt til þess að félagið auki framleiðslu sína að nýju. Reiknað er með að þessi góða niðurstaða hjá Alcoa muni hafa jákvæð áhrif á markaðinn á Wall Street í dag. Alcoa rekur Fjarðarál austur á fjörðum. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa skilaði óvæntum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 39 milljónum dollara, eða 4,9 milljörðum kr. sem gerir 4 sent á hlutinn. Sérfræðingar höfðu hinsvegar spáð tapi upp á 9 sent á hlutinn. Hlutir í Alcoa hækkuðu um 6% á eftirmarkaði þegar uppgjörið var tilkynnt eftir lokun markaða í gærkvöldi. Samkvæmt frétt um uppgjörið á Reuters eru ástæðurnar fyrir hinum óvænta hagnaði einkum þær að hagræðingar og sparnaðaraðgerðir núverandi stjórnar hafa skilað góðum árangri. Þar að auki hefur álverð stöðugt farið hækkandi í sumar. Félagið hefur dregið úr framleiðslu sinni um 20% og sagt upp 30% af starfsmönnum sínum á undanförnum 12 mánuðum. Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa segir að þrátt fyrir hækkun á álverði undanfarna mánuði sé verðið enn ekki nógu hátt til þess að félagið auki framleiðslu sína að nýju. Reiknað er með að þessi góða niðurstaða hjá Alcoa muni hafa jákvæð áhrif á markaðinn á Wall Street í dag. Alcoa rekur Fjarðarál austur á fjörðum.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira