Ecclestone berst gegn nýrri mótaröð 10. júní 2009 19:50 Bernie Ecclestone er harður i horn að taka í samningamálum. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone talar vanalega tæpitungulaust og gerði það í dag þegar hann sagði að hann myndi berjast á móti nýrri mótaröð bílaframleiðenda sem eru að keppa í Formúlu 1 í dag. Þeirri hugmynd hefur verið kastað fram, bæði síðustu vikur og síðustu misseri vegna deilna FIA og FOTA. "Ef bílaframleiðendur stofna eigin mótaröð, þá munu þeir liggja í því. Við erum með samninga við öll lið og þeir myndu brjóta þá samninga með nýrri mótaröð. Skaðabótamál upp á hundruði milljóna punda gætu fylgt í kjölfarið", sagði Ecclestone í samtali við Daily Express. "Við útvegum liðum peninga fyrir sjónvarpsrétt, þeir fá að keppa frítt á brautum um allan heim og ég efast um að háu herrarnir hjá stóru liðunum geti samið við sjónvarpstöðar og aðra sem koma að málum. Ef þeir rugga bátnum, þá mun ég berjast við þá af fullri hörku", sagði Ecclestone. Stefano Domenicali sagði í dag að einhugur væri innan Ferrari að vinna með FOTA að sameiginlegri lausn á deilumálinu á þeirra forsendum, og að kröfur FOTA stæðu og Ferrari myndi ekki keppa með tvöföldum reglum og 45 miljón dala kostnaðarþaki. Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bernie Ecclestone talar vanalega tæpitungulaust og gerði það í dag þegar hann sagði að hann myndi berjast á móti nýrri mótaröð bílaframleiðenda sem eru að keppa í Formúlu 1 í dag. Þeirri hugmynd hefur verið kastað fram, bæði síðustu vikur og síðustu misseri vegna deilna FIA og FOTA. "Ef bílaframleiðendur stofna eigin mótaröð, þá munu þeir liggja í því. Við erum með samninga við öll lið og þeir myndu brjóta þá samninga með nýrri mótaröð. Skaðabótamál upp á hundruði milljóna punda gætu fylgt í kjölfarið", sagði Ecclestone í samtali við Daily Express. "Við útvegum liðum peninga fyrir sjónvarpsrétt, þeir fá að keppa frítt á brautum um allan heim og ég efast um að háu herrarnir hjá stóru liðunum geti samið við sjónvarpstöðar og aðra sem koma að málum. Ef þeir rugga bátnum, þá mun ég berjast við þá af fullri hörku", sagði Ecclestone. Stefano Domenicali sagði í dag að einhugur væri innan Ferrari að vinna með FOTA að sameiginlegri lausn á deilumálinu á þeirra forsendum, og að kröfur FOTA stæðu og Ferrari myndi ekki keppa með tvöföldum reglum og 45 miljón dala kostnaðarþaki.
Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira