MS-ingur setur heimsmet: ,,Það erfiðasta sem ég hef upplifað“ Anton Birkir Sigfússon skrifar 1. október 2009 16:33 Anton Birkir Sigfússon tekur viðtal við Pál Bergþórsson Það gerist ekki oft á þessu litla landi að heimsmet séu slegin, því þykja það mikil tíðindi að ungur nemandi í Menntaskólanum við Sund, Páll Bergþórsson hafi slegið eitt slíkt. Páli tókst að sitja í U-inu sem er helsti samkomustaðuur MS-inga samfellt í 19 klukkustundir og 47 mínútur síðastliðinn þriðjudag og þykir þetta vera mesta afrek í sögu skólans. Fyrra heimsmet átti Baldur Jónsson sem er aldursforseti MS-inga og svokallaður ,,Van Wilder" skólans. Baldri tókst að sitja í 8 klukkustundir og 12 mínútur í U-inu árið 2005. Baldur gerði þó tilraun til þess að slá það ásamt Páli og tókst honum það, þar sem að hann sat í 10 tíma og 24 mínútur. Þetta dugði þó ekki til því að þrautsegja Páls var vægast sagt mögnuð. Við náum tali af Páli eftir setuna og hafði hann þetta að segja um málið: ,,Mér hefur aldrei liðið jafn vel í sálinni þrátt fyrir óbærilega líkamsverki þegar þessu lauk. Náladofi, hausverkur og krampi var strax farinn að angra mig á áttunda tíma. Á þessari stundu hélt ég að Baldur væri að fara að taka þetta, hann virtist svo einbeittur og yfirvegaður, en ég keyrði mig áfram á þrjóskunni einni . Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað. Ég byrjaði með það eitt í huga að vinna og það er það sem ég gerði. Baldur var stórorður í upphafi en það má segja að munurinn á mér og Baldri sé að ég læt verkin tala." Við náðum einnig tali af Baldri sem hafði þetta að segja: ,,Það er auðvitað aldrei gaman að vita til þess að maður eigi ekki lengur heiðurinn að þessu heimsmeti. Ég verð þó að taka ofan fyrir Páli, enda hef ég aldrei séð aðra eins þrjósku. Ég get þó ekki sagt annað en að ég sé bara sáttur með mína frammistöðu. Ég bætti mitt persónulega met og það var allavega markmiðið til að byrja með. Það sem mér þótti samt erfiðast við þetta allt saman var það að geta ekki verið kærustunni minni í svona langan tíma. Ég gat ekki hugsað mér fleiri mínútur án Tótu minnar, það var bara eins og að Páll ætti engan að. En ég meina svona er þetta bara, það kemur dagur eftir þennan dag og ár eftir þetta ár."Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MS fyrir Skólalífið á Vísi. Menntaskólar Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Það gerist ekki oft á þessu litla landi að heimsmet séu slegin, því þykja það mikil tíðindi að ungur nemandi í Menntaskólanum við Sund, Páll Bergþórsson hafi slegið eitt slíkt. Páli tókst að sitja í U-inu sem er helsti samkomustaðuur MS-inga samfellt í 19 klukkustundir og 47 mínútur síðastliðinn þriðjudag og þykir þetta vera mesta afrek í sögu skólans. Fyrra heimsmet átti Baldur Jónsson sem er aldursforseti MS-inga og svokallaður ,,Van Wilder" skólans. Baldri tókst að sitja í 8 klukkustundir og 12 mínútur í U-inu árið 2005. Baldur gerði þó tilraun til þess að slá það ásamt Páli og tókst honum það, þar sem að hann sat í 10 tíma og 24 mínútur. Þetta dugði þó ekki til því að þrautsegja Páls var vægast sagt mögnuð. Við náum tali af Páli eftir setuna og hafði hann þetta að segja um málið: ,,Mér hefur aldrei liðið jafn vel í sálinni þrátt fyrir óbærilega líkamsverki þegar þessu lauk. Náladofi, hausverkur og krampi var strax farinn að angra mig á áttunda tíma. Á þessari stundu hélt ég að Baldur væri að fara að taka þetta, hann virtist svo einbeittur og yfirvegaður, en ég keyrði mig áfram á þrjóskunni einni . Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað. Ég byrjaði með það eitt í huga að vinna og það er það sem ég gerði. Baldur var stórorður í upphafi en það má segja að munurinn á mér og Baldri sé að ég læt verkin tala." Við náðum einnig tali af Baldri sem hafði þetta að segja: ,,Það er auðvitað aldrei gaman að vita til þess að maður eigi ekki lengur heiðurinn að þessu heimsmeti. Ég verð þó að taka ofan fyrir Páli, enda hef ég aldrei séð aðra eins þrjósku. Ég get þó ekki sagt annað en að ég sé bara sáttur með mína frammistöðu. Ég bætti mitt persónulega met og það var allavega markmiðið til að byrja með. Það sem mér þótti samt erfiðast við þetta allt saman var það að geta ekki verið kærustunni minni í svona langan tíma. Ég gat ekki hugsað mér fleiri mínútur án Tótu minnar, það var bara eins og að Páll ætti engan að. En ég meina svona er þetta bara, það kemur dagur eftir þennan dag og ár eftir þetta ár."Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MS fyrir Skólalífið á Vísi.
Menntaskólar Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira