Sport

Íslenskur hástökkvari í Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hilmar Magnússon hástökkvari.
Hilmar Magnússon hástökkvari. Mynd/selbyggen.no
Hilmar Magnússon hefur verið að vekja athygli í heimi frjálsra íþrótta í Noregi en hann hefur náð lágmarki fyrir norska meistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í næsta mánuði.

Hilmar stökk 1,95 metra á móti nýverið og varð þar með sjöundi maðurinn sem tryggði sér þátttökurétt á meistaramótinu.

Hann segir í viðtali við norska fjölmiðla að hann stefni á að stökkva yfir tvo metra á tímabilinu.

Íslandsmetið í hástökki á Einar Karl Hjartarson og er 2,25 metrar utanhúss en 2,28 metrar innanhúss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×