Brottrekstur hjá McLaren vegna dómaramálsins 3. apríl 2009 08:11 Lewis Hamilton hefur verið vinsæll hjá fréttamönnum síðustu vikuna. Mynd: Getty Images Dave Ryan var látinn taka poka sinn hjá McLaren liðinu á Sepang brautinni í morgun og yfirgaf hann mótssvæðið fyrir fyrstu æfingu keppnisliða. McLaren taldi þátt hans í dómaramálinu hafa varpað skugga á liðið og Martin Whitmarsh rak hann í morgun. Ryan var sá sem fór með Lewis Hamilton á fund dómara í Ástralíu um síðustu helgi og þeir voru sagðir hafa gefið villandi upplýsingar vegna atviks í mótinu. Dómarar tóku málið upp í gær á Sepang brautinni í Malasíu. Útkoman var sú að Hamilton tapaði öllum stigum í mótninu og McLaren liðið var talið brotlegt í Ástralíu. Ólafur Guðmundsson sagði í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í gærkvöldi að McLaren hefði sópað staðreyndum undir teppið, en hann var dómari í Ástralíu. Formúlu 1 ökumenn æfðu á Sepang brauitnni í nótt fyrir mót helgarinnar. Á fyrri æfingunni var Nico Rosberg á Willams fljótastur, en á þeirri seinni náði Kimi Raikkönen á Ferrari besta tíma. Sérstakur þáttur er um föstudagsæfingarnar á Stöð 2 Sport í kvöld, en tímatakan er á laugardagsmorgun kl. 08.45 og kappaksturinn er á sunnudagsmorgun kl. 08.30. Sjá meira Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Dave Ryan var látinn taka poka sinn hjá McLaren liðinu á Sepang brautinni í morgun og yfirgaf hann mótssvæðið fyrir fyrstu æfingu keppnisliða. McLaren taldi þátt hans í dómaramálinu hafa varpað skugga á liðið og Martin Whitmarsh rak hann í morgun. Ryan var sá sem fór með Lewis Hamilton á fund dómara í Ástralíu um síðustu helgi og þeir voru sagðir hafa gefið villandi upplýsingar vegna atviks í mótinu. Dómarar tóku málið upp í gær á Sepang brautinni í Malasíu. Útkoman var sú að Hamilton tapaði öllum stigum í mótninu og McLaren liðið var talið brotlegt í Ástralíu. Ólafur Guðmundsson sagði í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í gærkvöldi að McLaren hefði sópað staðreyndum undir teppið, en hann var dómari í Ástralíu. Formúlu 1 ökumenn æfðu á Sepang brauitnni í nótt fyrir mót helgarinnar. Á fyrri æfingunni var Nico Rosberg á Willams fljótastur, en á þeirri seinni náði Kimi Raikkönen á Ferrari besta tíma. Sérstakur þáttur er um föstudagsæfingarnar á Stöð 2 Sport í kvöld, en tímatakan er á laugardagsmorgun kl. 08.45 og kappaksturinn er á sunnudagsmorgun kl. 08.30. Sjá meira
Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira