Kauphallarsvindl eykst mikið í Kaupmannahöfn 17. júlí 2009 14:38 Ýmiskonar svik og svindl með hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa aukist mikið á fyrsta helmingi þessa árs. Fjármálakreppunni er kennt um en bæði stjórnendur kauphallarinnar og fjármálaeftirlit Danmerkur vinna nú yfirvinnu til að halda aftur af þessari þróun. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum frá fjármálaeftirliti Danmerkur hefur eftirlitið meðhöndlað 47 mál tengd kauphallarglæpum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar voru þessi tilvik 73 talsins allt árið í fyrra og 45 talsins árið 2006. Mads Mathiassen skrifstofustjóri hjá fjármálaeftirlitinu segir að málafjöldinn sé áfram mikill í samanburði við fyrri ár. Þar að auki nefnir hann að þeim málum fari fjölgandi þar sem erlendir eftirlitsaðilar biðji danska fjármálaeftirlitið um aðstoð í málum sem snúast um grunsamleg kauphallarviðskipti. Það eru einkum mál sem tengjast markaðsmisnotkun sem hefur farið fjölgandi. Þau voru 19 talsins á fyrri helming ársins í ár m.v. 28 allt árið í fyrra. Af málunum í ár hefur sjö þeirra verið vísað til lögreglurannsóknar. Það kemur prófessor Jesper Lau Hansen sérfræðingi í kauphallarrétti við háskólann í Kaupmannahöfn ekki á óvart að aukning sé í tilvikum á markaðsmisnotkun þegar fjármálakreppa er í gangi. Fleiri rannsóknir hafi sýnt að bæði stjórnendur og almennir fjárfestar eigi erfitt með að viðurkenna tap. „Þegar illa gengur hjá fyrirtækjum og einstaklingum á fólk það til að fegra tölurnar og láta líta út fyrir að staðan sé ekki eins slæm og hún er í rauninni," segir prófessorinn. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ýmiskonar svik og svindl með hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa aukist mikið á fyrsta helmingi þessa árs. Fjármálakreppunni er kennt um en bæði stjórnendur kauphallarinnar og fjármálaeftirlit Danmerkur vinna nú yfirvinnu til að halda aftur af þessari þróun. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum frá fjármálaeftirliti Danmerkur hefur eftirlitið meðhöndlað 47 mál tengd kauphallarglæpum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar voru þessi tilvik 73 talsins allt árið í fyrra og 45 talsins árið 2006. Mads Mathiassen skrifstofustjóri hjá fjármálaeftirlitinu segir að málafjöldinn sé áfram mikill í samanburði við fyrri ár. Þar að auki nefnir hann að þeim málum fari fjölgandi þar sem erlendir eftirlitsaðilar biðji danska fjármálaeftirlitið um aðstoð í málum sem snúast um grunsamleg kauphallarviðskipti. Það eru einkum mál sem tengjast markaðsmisnotkun sem hefur farið fjölgandi. Þau voru 19 talsins á fyrri helming ársins í ár m.v. 28 allt árið í fyrra. Af málunum í ár hefur sjö þeirra verið vísað til lögreglurannsóknar. Það kemur prófessor Jesper Lau Hansen sérfræðingi í kauphallarrétti við háskólann í Kaupmannahöfn ekki á óvart að aukning sé í tilvikum á markaðsmisnotkun þegar fjármálakreppa er í gangi. Fleiri rannsóknir hafi sýnt að bæði stjórnendur og almennir fjárfestar eigi erfitt með að viðurkenna tap. „Þegar illa gengur hjá fyrirtækjum og einstaklingum á fólk það til að fegra tölurnar og láta líta út fyrir að staðan sé ekki eins slæm og hún er í rauninni," segir prófessorinn.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira