Fótbolti

AC Milan komst beint í Meistaradeildina - Torino féll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paolo Maldini lék sinn síðasta leik fyrir AC Milan í dag.
Paolo Maldini lék sinn síðasta leik fyrir AC Milan í dag. Mynd/AFP

AC Milan tryggði sér þriðja sætið í ítölsku deildinni í dag og þar með öruggt sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Torinó varð hinsvegar að sætta sig við að falla úr deildinni. Svíinn Zlatan tryggði sér markakóngstitilinn með tveimur mörkum í 4-3 sigri Inter.

Kaka og Alexandre Pato skoruðu mörk AC Milan í 2-0 útisigri á Fiorentina í óopinberum úrslitaleik um þriðja sætið en Fiorentina var í 4. sæti fyrir lokaumferðina. AC Milan vann þar með mikilvægan sigur í síðasta leik Paolo Maldino fyrir félagið.

Torino tapaði 2-3 á móti Roma á Ólympíuleikvanginum í Róm og verður því að sætta sig við að falla úr deildinni með Reggina og Lecce. Bologna tryggði sér áframhaldandi sæti með 3-1 sigri á Catania.

Svíinn Zlatan Ibrahimovic tryggði sér markakóngstitilinn í deildinni með því að skora tvö mörk í 4-3 sigri meistarana í Inter Milan á Atalanta. Zlatan skoraði meðal annars sigurmarkið á 81. mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×