Renault stjóri segir Piquet feðga fjárkúgara 11. september 2009 10:04 Nelson Piquet var rekinn frá Renault í sumar og stjóri liðsins segir hann nú beita sérkennilegum aðferðum í fjölmiðlum. mynd: kappakstur.is Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar. Í bréfinu sem er skrifað til Piquet segist Briatore sjokkeraður yfir háttlagi og yfirlýsingum Piquet þess efnis að hann hafi verið látin keyra á vegg til að Alonso ynni mótið. Briatore á að svara fyrir málið hjá FIA síðar í september. Briatore sendi bréfið á föður Piquet með sama nafni, sem er umboðsmaður sonar síns. Í bréfinu segist Briatore afar ósáttur að feðgarnir skuli bera Renault þessum sökum og hann muni ekkii hika að fara í mál við þá, ef framhald verður á yfirlýsingum þeirra. Þetta hefur nú með haustinu orðið raunin og veldur því að FIA vill skoða málið í kjölinn. Briatore vill meina í bréfi sínu að Piquet hafi reynt að beita atferli fjárkúgunar til að hann missti ekki sæti sitt hjá Renault á árinu, eins og raun varð á, vegna slaks árangurs. Renault sendi síðan í morgun tilkynningu sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja feðganna formlega fyrir rétti fyrir tilraun til fjárkúgunar. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar. Í bréfinu sem er skrifað til Piquet segist Briatore sjokkeraður yfir háttlagi og yfirlýsingum Piquet þess efnis að hann hafi verið látin keyra á vegg til að Alonso ynni mótið. Briatore á að svara fyrir málið hjá FIA síðar í september. Briatore sendi bréfið á föður Piquet með sama nafni, sem er umboðsmaður sonar síns. Í bréfinu segist Briatore afar ósáttur að feðgarnir skuli bera Renault þessum sökum og hann muni ekkii hika að fara í mál við þá, ef framhald verður á yfirlýsingum þeirra. Þetta hefur nú með haustinu orðið raunin og veldur því að FIA vill skoða málið í kjölinn. Briatore vill meina í bréfi sínu að Piquet hafi reynt að beita atferli fjárkúgunar til að hann missti ekki sæti sitt hjá Renault á árinu, eins og raun varð á, vegna slaks árangurs. Renault sendi síðan í morgun tilkynningu sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja feðganna formlega fyrir rétti fyrir tilraun til fjárkúgunar.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira