Magnús Orri vill 3. eða 4. sætið hjá Samfylkingunni 24. febrúar 2009 08:59 Magnús Orri. Magnús Orri Schram, sölu- og markaðsstjóri útflutnings hjá Bláa Lóninu, býður sig fram í 3. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. „Ég tel að menntun mín og reynsla geti komið að góðum notum í því endurreisnarstarfi sem er framundan í íslensku þjóðfélagi. Vissrar endurnýjunar er þörf í íslenskum stjórnmálum og mjög mikilvægt að nýtt og drífandi fólk með fjölþætta menntun og reynslu úr atvinnulífinu bætist í hóp núverandi stjórnmálamanna.", segir Magnús í tilkynningu. Magnús vill leggja áherslu á markvissa endurreisn atvinnulífsins og að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aukin áhersla á umhverfismál og ný vinnubrögð í stjórnmálum sýni ungu fólki frammá að framtíð þess sé vel borgið á Íslandi. „Magnús Orri leggur mesta áherslu á eftirtalin atriði: • Að Íslands hefji strax aðildarviðræður við Evrópusambandið og þjóðin fái að taka afstöðu til inngöngu. Margvíslegur ávinningur fylgir í kjölfar umsóknar s.s. betra samband við nágrannaþjóðir, aukinn stöðugleiki með nýjum gjaldmiðli og bætt umhverfi fyrirtækja og heimila. • Að Ísland geri náttúru landsins og afurðir hennar að lykilþætti í uppbyggingu atvinnulífsins. Þannig verði umræða um umhverfisvernd tekin frá skotgröfum þrýstihópa og náttúra Íslands skilgreind sem mikilvægur þáttur í endurreisninni. Slíkt hefði mikil áhrif innan ferðaþjónustunnar og annara fyrirtækja sem byggja tilvist sína á ímynd Íslands og afurðum lands og sjávar. • Að ný vinnubrögð verði tekin upp í íslenskum stjórnmálum þar sem þjóðarheill vegi þyngra en hagsmunir einstakra flokka eða manna. Hafin verði endurskoðun stjórnarskrárinnar. • Að nýtt atvinnulíf byggt á myndun þekkingarklasa, mikilvægi nýsköpunar, sjálfbærni, og beitingu hagrænna hvata í umhverfismálum, fái brautargengi við þá uppbyggingu sem er framundan. Mikilvægt er að horfa með jákvæðum hug til þeirra tækifæra sem gefast við breyttar aðstæður og veita ungu fólki trú á framtíð þess hér á landi." Kosningar 2009 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Magnús Orri Schram, sölu- og markaðsstjóri útflutnings hjá Bláa Lóninu, býður sig fram í 3. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. „Ég tel að menntun mín og reynsla geti komið að góðum notum í því endurreisnarstarfi sem er framundan í íslensku þjóðfélagi. Vissrar endurnýjunar er þörf í íslenskum stjórnmálum og mjög mikilvægt að nýtt og drífandi fólk með fjölþætta menntun og reynslu úr atvinnulífinu bætist í hóp núverandi stjórnmálamanna.", segir Magnús í tilkynningu. Magnús vill leggja áherslu á markvissa endurreisn atvinnulífsins og að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aukin áhersla á umhverfismál og ný vinnubrögð í stjórnmálum sýni ungu fólki frammá að framtíð þess sé vel borgið á Íslandi. „Magnús Orri leggur mesta áherslu á eftirtalin atriði: • Að Íslands hefji strax aðildarviðræður við Evrópusambandið og þjóðin fái að taka afstöðu til inngöngu. Margvíslegur ávinningur fylgir í kjölfar umsóknar s.s. betra samband við nágrannaþjóðir, aukinn stöðugleiki með nýjum gjaldmiðli og bætt umhverfi fyrirtækja og heimila. • Að Ísland geri náttúru landsins og afurðir hennar að lykilþætti í uppbyggingu atvinnulífsins. Þannig verði umræða um umhverfisvernd tekin frá skotgröfum þrýstihópa og náttúra Íslands skilgreind sem mikilvægur þáttur í endurreisninni. Slíkt hefði mikil áhrif innan ferðaþjónustunnar og annara fyrirtækja sem byggja tilvist sína á ímynd Íslands og afurðum lands og sjávar. • Að ný vinnubrögð verði tekin upp í íslenskum stjórnmálum þar sem þjóðarheill vegi þyngra en hagsmunir einstakra flokka eða manna. Hafin verði endurskoðun stjórnarskrárinnar. • Að nýtt atvinnulíf byggt á myndun þekkingarklasa, mikilvægi nýsköpunar, sjálfbærni, og beitingu hagrænna hvata í umhverfismálum, fái brautargengi við þá uppbyggingu sem er framundan. Mikilvægt er að horfa með jákvæðum hug til þeirra tækifæra sem gefast við breyttar aðstæður og veita ungu fólki trú á framtíð þess hér á landi."
Kosningar 2009 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira