Ekki leitað til sérfræðinga í skattaskjólum Guðjón Helgason skrifar 22. mars 2009 18:45 Höfuðstöðvum Europol í Haag í Hollandi. MYND/ENEX Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar eru öll 27 ríki ESB auk 24 annarra. Þar á meðal er Ísland sem opnaði skrifstofu þar 2007. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, er tengiliður þar. Hjá Europol starfa sérfræðingar í að rekja fjármuni - ávinning af brotum - sem fluttir eru til milli landa. Fari rannsókn af stað á Íslandi segir Arnar hægt að nota tenginguna þangað. Europol sinnir málum og verkefnum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Arnar segir að frá í september séu íslensk yfirvöld komin inn í svokallað Carin Network eða kerfi þar sem aðgangur fáist að neti sérfræðinga út um allan heim sem séu vel að sér í skattaskjólum og fjármagnsflutningum. Þar með hafi íslensk yfirvöld aðgang að sérfræðingum sem starfi á Cayman-eyjum, á Jersey, í Sviss eða Lúxembúrg. Þeir þekki kerfin þar út og inn og geti verið til ráðgjafar fyrir íslenska lögreglu. Arnar segir engin mál hafi komið á hans borð vegna bankahrunsins þar sem óskað hafi verið eftir að nýta það. Tveir tengiliðir við Carin kerfið eru hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, og Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi, sem nú er tímabundið í starfi hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Helgi Magnús segir engin mál vegna hrunsins komin á það stig að nota tengslin við Carin eða önnur slík kerfi en það komi til greina. Fréttir Innlent Tengdar fréttir Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar eru öll 27 ríki ESB auk 24 annarra. Þar á meðal er Ísland sem opnaði skrifstofu þar 2007. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, er tengiliður þar. Hjá Europol starfa sérfræðingar í að rekja fjármuni - ávinning af brotum - sem fluttir eru til milli landa. Fari rannsókn af stað á Íslandi segir Arnar hægt að nota tenginguna þangað. Europol sinnir málum og verkefnum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Arnar segir að frá í september séu íslensk yfirvöld komin inn í svokallað Carin Network eða kerfi þar sem aðgangur fáist að neti sérfræðinga út um allan heim sem séu vel að sér í skattaskjólum og fjármagnsflutningum. Þar með hafi íslensk yfirvöld aðgang að sérfræðingum sem starfi á Cayman-eyjum, á Jersey, í Sviss eða Lúxembúrg. Þeir þekki kerfin þar út og inn og geti verið til ráðgjafar fyrir íslenska lögreglu. Arnar segir engin mál hafi komið á hans borð vegna bankahrunsins þar sem óskað hafi verið eftir að nýta það. Tveir tengiliðir við Carin kerfið eru hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, og Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi, sem nú er tímabundið í starfi hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Helgi Magnús segir engin mál vegna hrunsins komin á það stig að nota tengslin við Carin eða önnur slík kerfi en það komi til greina.
Fréttir Innlent Tengdar fréttir Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02