Viðskipti erlent

Hagnaður bjórrisa dragast verulega saman

Bjórrisinn Anheuser-Bush Inbev hagnaðust um 62 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára.

Hagnaðurinn nam 1,1 milljarði dala á sama tíma í fyrra.

Stjórnendur fyrirtækisins segja kostnað vegna yfirtöku Inbev á Anheuser-Busch skýra samdráttinn að mestu leyti. Honum lauk í nóvember í fyrra. Viðamikil hagræðing og uppstokkun í starfsmannahaldi auk sölu eigna er í spilunum til að bæta afkomu fyrirtækisins, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC.

Anheuser-Bush Inbev á fimmtungshlut í átöppunarfyrirtækinu Icelandic Water Holdings, sem framleiðir vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×