Af lýðræðishalla ESB 23. janúar 2009 05:00 Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. Ráðherrar og ríkisstjórn (framkvæmdavald) njóta þjónustu embættismanna í ráðuneytum viðkomandi ráðherra. Þeir embættismenn vinna fyrir hönd og í umboði ráðherra og eru gjarnan ráðnir af mörgum fyrirrennara hans. Þeir taka ákvarðanir í umboði ráðherrans sem t.a.m. binda einstaklinga og lögaðila. Þeir undirbúa reglugerðir sem grundvallast á lögum samþykktum af Alþingi sem ráðherra samþykkir og gefur út. Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Innan ESB er löggjafarvaldið sameiginlega í höndum ráðherraráðsins sem samanstendur af ráðherrum aðildarríkja ESB sem sitja í ríkisstjórnum þeirra og myndaðar hafa verið á grundvelli lýðræðisskipulags hvers aðildarríkis sem byggist á stjórnarskrám þeirra og Evrópuþingsins sem kosið er beinni kosningu í hverju og einu aðildarríki á fimm ára fresti. Framkvæmdavald ESB, framkvæmdastjórnin, („ríkisstjórn“) sem samanstendur af framkvæmdastjórum („ráðherrar“) er valið af aðildarríkjunum, þ.e ríkisstjórnum sem þegnar viðkomandi ríkis hafa kosið í lýðræðislegum kosningum og Evrópuþinginu (sem kosið er beinni kosningu af íbúum aðildarríkjanna). Framkvæmdastjórninni („ríkisstjórninni“) til halds og trausts eru embættismenn sem ráðnir hafa verið til starfa til að vinna fyrir framkvæmdavald ESB; framkvæmdastjórnina. Þeir undirbúa ákvarðanir framkvæmdastjóranna og framkvæmdastjórnarinnar og þær reglugerðir/tilskipanir sem framkvæmdastjórninni hefur verið heimilað að gefa út með samþykktum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins (löggjafarvaldi ESB). Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Getur svo einhver sagt okkur hvar hið ólýðræðislega skipulag ESB er í samanburði við hið fullkomna lýðræðislega íslenska stjórnskipulag? Getur líka einhver útskýrt fyrir okkur dauðlegum mönnum af hverju hver samtökin á fætur öðrum verja fjármagni sínu í að flytja inn Norðmenn til að útskýra fyrir Íslendingum hversu hrikalega vont þetta ESB er? Hefur engum dottið í hug að flytja inn fólk frá ESB-ríkjum sem þekkir þetta af eigin raun? Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. Ráðherrar og ríkisstjórn (framkvæmdavald) njóta þjónustu embættismanna í ráðuneytum viðkomandi ráðherra. Þeir embættismenn vinna fyrir hönd og í umboði ráðherra og eru gjarnan ráðnir af mörgum fyrirrennara hans. Þeir taka ákvarðanir í umboði ráðherrans sem t.a.m. binda einstaklinga og lögaðila. Þeir undirbúa reglugerðir sem grundvallast á lögum samþykktum af Alþingi sem ráðherra samþykkir og gefur út. Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Innan ESB er löggjafarvaldið sameiginlega í höndum ráðherraráðsins sem samanstendur af ráðherrum aðildarríkja ESB sem sitja í ríkisstjórnum þeirra og myndaðar hafa verið á grundvelli lýðræðisskipulags hvers aðildarríkis sem byggist á stjórnarskrám þeirra og Evrópuþingsins sem kosið er beinni kosningu í hverju og einu aðildarríki á fimm ára fresti. Framkvæmdavald ESB, framkvæmdastjórnin, („ríkisstjórn“) sem samanstendur af framkvæmdastjórum („ráðherrar“) er valið af aðildarríkjunum, þ.e ríkisstjórnum sem þegnar viðkomandi ríkis hafa kosið í lýðræðislegum kosningum og Evrópuþinginu (sem kosið er beinni kosningu af íbúum aðildarríkjanna). Framkvæmdastjórninni („ríkisstjórninni“) til halds og trausts eru embættismenn sem ráðnir hafa verið til starfa til að vinna fyrir framkvæmdavald ESB; framkvæmdastjórnina. Þeir undirbúa ákvarðanir framkvæmdastjóranna og framkvæmdastjórnarinnar og þær reglugerðir/tilskipanir sem framkvæmdastjórninni hefur verið heimilað að gefa út með samþykktum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins (löggjafarvaldi ESB). Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Getur svo einhver sagt okkur hvar hið ólýðræðislega skipulag ESB er í samanburði við hið fullkomna lýðræðislega íslenska stjórnskipulag? Getur líka einhver útskýrt fyrir okkur dauðlegum mönnum af hverju hver samtökin á fætur öðrum verja fjármagni sínu í að flytja inn Norðmenn til að útskýra fyrir Íslendingum hversu hrikalega vont þetta ESB er? Hefur engum dottið í hug að flytja inn fólk frá ESB-ríkjum sem þekkir þetta af eigin raun? Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar