Ótrúlegur sigur Pittsburgh Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2009 03:14 Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í leiknum. Nordic Photos / Getty Images Pittsburgh Steelers vann í nótt sigur á Arizona Cardinals í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, 27-23. Pittsburgh var með yfirhöndina lengst af í leiknum en síðari helmingur síðasta fjórðungsins var dramatískur í meira lagi. Pittsburgh var komið í 20-7 forystu þegar að Arizona skoraði tvö snertimörk í röð og kom sér skyndilega í forystu þegar skammt var til leiksloka. En Pittsburgh kláraði leikinn með glæsilegri sókn sem skilaði liðinu snertimarki á ögurstundu og þar með sigur í hádramatískum leik. Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í þessari lokasókn en hann skoraði snertimarkið örlagaríka. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger keyrði áfram sókn Pittsburgh af miklum krafti sem skapaði sigur liðsins. Pittsburgh byrjaði betur og skoraði vallarmark í sinni fyrstu sókn í leiknum. Liðið náði svo að fylgja því eftir með snertimarki í upphafi annars leikhluta en Gary Russell var þar að verki. En Arizona svaraði með snertimarki sem Ben Patrick skoraði eftir sendingu leikstjórnandans Kurt Warnes. Síðasta kerfið var upp við endamarkið en sóknin taldi alls níu kerfi og 83 jarda. Arizona náði svo aftur boltanum undir lok fyrri hálfleiksins og var allt útlit fyrir að liðið myndi skora annað snertimark - ef ekki þá alla vega vallarmark og jafna metin í leiknum. En þegar að Arizona var upp við endamarkið kastaði Warner beint á varnarmanninn James Harrisson sem gerði sér lítið fyrir og hljóp allan völlinn endilangan og skoraði snertimark fyrir Pittsburgh. Sannarlega ótrúlegt hlaup sem taldi alla 100 jardana. Staðan því 17-7 í hálfleik. Jeff Reed náði svo að skora öðru sinni vallarmark fyrir Pittsburgh í lok þriðja leikhluta eftir langa sóknarlotu liðsins. Alls sextán kerfi og 79 jardar. Þar með var staðan orðin 20-7 og hún hélst þannig vel fram í fjórða leikhluta. Larry Fitzgerald, hinn öflugi útherji Arizona, hafði látið lítið fyrir sér fara í leiknum en lét svo sannarlega til sín taka í þeim fjórða. Arizona náði að klára fjögurra mínútna sókn sem taldi átta kerfi með snertimarki þegar að tæpar átta mínútur voru eftir. Kurt Warner átti djarfa sendingu á Fitzgerald á ögurstundu en sá síðarnefndi náði að grípa boltann í endasvæðinu þrátt fyrir erfiða stöðu. Arizona náði svo að koma Pittsburgh í erfiða stöðu í upphafi sinnar sóknar. Svo fór að liðið náði ekki að koma boltanum frá sér og fékk á sig sjálfmark. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig, 20-16. Pittsburgh byrjaði næstu sókn þegar þrjár mínútur voru eftir en hún entist ekki í nema nokkrar sekúndur. Arizona fékk boltann strax aftur og kláraði annað snertimark á aðeins 21 sekúndu. Kurt Warner átti sendinguna á Larry Fitzgerald sem kláraði 64 jarda kerfi með snertimarkinu. Þar með var Arizona komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-20, og skammt til leiksloka. Margir héldu að ótrúlegur sigur Arizona væri staðreynd. En Ben Roethlisberger og félagar hans neituðu að játa sig sigraða. Með mikilli seiglu náðu þeir að keyra átta kerfi áfram, hlaupa 78 jarda og skora snertimark. Roethlisbergar átti tvær lykilsendingar á Santonio Holmes sem var lykilmaðurinn í síðustu sókn Pittsburgh. Hann náði svo að grípa boltann í horni endamarksins frá Roethlisberger og tryggja þar með Pittsburgh sigurinn. Sannarlega ótrúlegur lokakafli á hreint frábærum leik. Arizona fékk ekki nema um 40 sekúndur til að svara en tókst það ekki í þetta sinn. Sætur sigur Pittsburgh því staðreynd. Þetta var sjötti sigur Pittsburgh í leiknum um Ofurskálina sem er met í NFL-deildinni. Erlendar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Sjá meira
Pittsburgh Steelers vann í nótt sigur á Arizona Cardinals í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, 27-23. Pittsburgh var með yfirhöndina lengst af í leiknum en síðari helmingur síðasta fjórðungsins var dramatískur í meira lagi. Pittsburgh var komið í 20-7 forystu þegar að Arizona skoraði tvö snertimörk í röð og kom sér skyndilega í forystu þegar skammt var til leiksloka. En Pittsburgh kláraði leikinn með glæsilegri sókn sem skilaði liðinu snertimarki á ögurstundu og þar með sigur í hádramatískum leik. Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í þessari lokasókn en hann skoraði snertimarkið örlagaríka. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger keyrði áfram sókn Pittsburgh af miklum krafti sem skapaði sigur liðsins. Pittsburgh byrjaði betur og skoraði vallarmark í sinni fyrstu sókn í leiknum. Liðið náði svo að fylgja því eftir með snertimarki í upphafi annars leikhluta en Gary Russell var þar að verki. En Arizona svaraði með snertimarki sem Ben Patrick skoraði eftir sendingu leikstjórnandans Kurt Warnes. Síðasta kerfið var upp við endamarkið en sóknin taldi alls níu kerfi og 83 jarda. Arizona náði svo aftur boltanum undir lok fyrri hálfleiksins og var allt útlit fyrir að liðið myndi skora annað snertimark - ef ekki þá alla vega vallarmark og jafna metin í leiknum. En þegar að Arizona var upp við endamarkið kastaði Warner beint á varnarmanninn James Harrisson sem gerði sér lítið fyrir og hljóp allan völlinn endilangan og skoraði snertimark fyrir Pittsburgh. Sannarlega ótrúlegt hlaup sem taldi alla 100 jardana. Staðan því 17-7 í hálfleik. Jeff Reed náði svo að skora öðru sinni vallarmark fyrir Pittsburgh í lok þriðja leikhluta eftir langa sóknarlotu liðsins. Alls sextán kerfi og 79 jardar. Þar með var staðan orðin 20-7 og hún hélst þannig vel fram í fjórða leikhluta. Larry Fitzgerald, hinn öflugi útherji Arizona, hafði látið lítið fyrir sér fara í leiknum en lét svo sannarlega til sín taka í þeim fjórða. Arizona náði að klára fjögurra mínútna sókn sem taldi átta kerfi með snertimarki þegar að tæpar átta mínútur voru eftir. Kurt Warner átti djarfa sendingu á Fitzgerald á ögurstundu en sá síðarnefndi náði að grípa boltann í endasvæðinu þrátt fyrir erfiða stöðu. Arizona náði svo að koma Pittsburgh í erfiða stöðu í upphafi sinnar sóknar. Svo fór að liðið náði ekki að koma boltanum frá sér og fékk á sig sjálfmark. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig, 20-16. Pittsburgh byrjaði næstu sókn þegar þrjár mínútur voru eftir en hún entist ekki í nema nokkrar sekúndur. Arizona fékk boltann strax aftur og kláraði annað snertimark á aðeins 21 sekúndu. Kurt Warner átti sendinguna á Larry Fitzgerald sem kláraði 64 jarda kerfi með snertimarkinu. Þar með var Arizona komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-20, og skammt til leiksloka. Margir héldu að ótrúlegur sigur Arizona væri staðreynd. En Ben Roethlisberger og félagar hans neituðu að játa sig sigraða. Með mikilli seiglu náðu þeir að keyra átta kerfi áfram, hlaupa 78 jarda og skora snertimark. Roethlisbergar átti tvær lykilsendingar á Santonio Holmes sem var lykilmaðurinn í síðustu sókn Pittsburgh. Hann náði svo að grípa boltann í horni endamarksins frá Roethlisberger og tryggja þar með Pittsburgh sigurinn. Sannarlega ótrúlegur lokakafli á hreint frábærum leik. Arizona fékk ekki nema um 40 sekúndur til að svara en tókst það ekki í þetta sinn. Sætur sigur Pittsburgh því staðreynd. Þetta var sjötti sigur Pittsburgh í leiknum um Ofurskálina sem er met í NFL-deildinni.
Erlendar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Sjá meira