ESB-málum ýtt út af borðinu Einar K. Guðfinnsson skrifar 26. mars 2009 00:01 Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu. Nú liggur fyrir ásetningur núverandi ríkisstjórnarflokka að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu bak kosningum fái þeir til þess fylgi. Málefnagrunnurinn hefur verið óljós, en hefur nú skýrst að einu leyti. Það liggur núna fyrir að ESB-málum verður ýtt út af borðinu. Þau verða ekki á dagskrá slíkrar ríkisstjórnar. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka Vinstri græna. Sjálfskipaðir túlkendur stefnu VG í þingmannaliði Samfylkingarinnar hafa reynt að blekkja - kannski helst sjálfa sig - með því að láta eins og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hafi opnað á ESB-aðild. Þar með væri málefnalegri hindrun samstarfs vinstri flokkanna rutt úr vegi að þessu leyti. Þetta er algjörlega rangt. VG hefur ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að ESB. Tilraunum samfylkingarmanna til að túlka þá stefnu á annan veg hefur verið illa tekið. Í umræðu á Alþingi sl. þriðjudag, kom þetta fram hjá Jóni Bjarnasyni, formanni þingflokks Vinstri grænna. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur með harkalegum hætti sett ofan í við þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa dirfst að túlka málin með afar frjálslegum hætti. Og nú síðast talaði formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, mjög afdráttarlaust um þessi mál á fundi Viðskiptaráðs. Vilji þessir herramenn láta taka eitthvert mark á sér, þá eru ESB-mál ekki nein umsemjanleg stærð. Vilji flokkur þeirra njóta einhvers snefils af virðingu, þá hlýtur þetta mál að vera úrslitaatriði í ríkisstjórnarmyndun. Til þess að vinstristjórnardraumurinn rætist verður Samfylkingin einfaldlega að láta í minni pokann og éta ofan í sig svardagana um að ekki sé hægt að starfa í ríkisstjórn sem ekki vilji láta reyna á ESB-aðild. Með öðrum orðum. Það er ljóst mál að ESB-aðild verður ekki á dagskrá mögulegrar vinstri stjórnar á næsta kjörtímabili. Þau verða lögð til hliðar. Þetta er stór biti í háls Samfylkingarinnar, en honum verða menn þar á bæ að kyngja. Frammámenn flokksins sögðu spurninguna um Ísland og ESB ekki einasta vera framtíðarmál, heldur lykilinn að lausninni að vandanum sem við glímum við núna. Þess vegna mætti engan tíma missa. Þetta var sagt í vetur, en hefur af einhverjum ástæðum farið hljóðlegar núna. Það er vegna þess að forystumenn Samfylkingarinnar hafa áttað sig á því að þeir hafa teflt sitt tafl þannig að þeir eru ofurseldir. Þeir munu þess vegna éta ofan í sig stóryrðin; sætta sig við þá kosti sem þeim verða settir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu. Nú liggur fyrir ásetningur núverandi ríkisstjórnarflokka að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu bak kosningum fái þeir til þess fylgi. Málefnagrunnurinn hefur verið óljós, en hefur nú skýrst að einu leyti. Það liggur núna fyrir að ESB-málum verður ýtt út af borðinu. Þau verða ekki á dagskrá slíkrar ríkisstjórnar. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka Vinstri græna. Sjálfskipaðir túlkendur stefnu VG í þingmannaliði Samfylkingarinnar hafa reynt að blekkja - kannski helst sjálfa sig - með því að láta eins og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hafi opnað á ESB-aðild. Þar með væri málefnalegri hindrun samstarfs vinstri flokkanna rutt úr vegi að þessu leyti. Þetta er algjörlega rangt. VG hefur ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að ESB. Tilraunum samfylkingarmanna til að túlka þá stefnu á annan veg hefur verið illa tekið. Í umræðu á Alþingi sl. þriðjudag, kom þetta fram hjá Jóni Bjarnasyni, formanni þingflokks Vinstri grænna. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur með harkalegum hætti sett ofan í við þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa dirfst að túlka málin með afar frjálslegum hætti. Og nú síðast talaði formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, mjög afdráttarlaust um þessi mál á fundi Viðskiptaráðs. Vilji þessir herramenn láta taka eitthvert mark á sér, þá eru ESB-mál ekki nein umsemjanleg stærð. Vilji flokkur þeirra njóta einhvers snefils af virðingu, þá hlýtur þetta mál að vera úrslitaatriði í ríkisstjórnarmyndun. Til þess að vinstristjórnardraumurinn rætist verður Samfylkingin einfaldlega að láta í minni pokann og éta ofan í sig svardagana um að ekki sé hægt að starfa í ríkisstjórn sem ekki vilji láta reyna á ESB-aðild. Með öðrum orðum. Það er ljóst mál að ESB-aðild verður ekki á dagskrá mögulegrar vinstri stjórnar á næsta kjörtímabili. Þau verða lögð til hliðar. Þetta er stór biti í háls Samfylkingarinnar, en honum verða menn þar á bæ að kyngja. Frammámenn flokksins sögðu spurninguna um Ísland og ESB ekki einasta vera framtíðarmál, heldur lykilinn að lausninni að vandanum sem við glímum við núna. Þess vegna mætti engan tíma missa. Þetta var sagt í vetur, en hefur af einhverjum ástæðum farið hljóðlegar núna. Það er vegna þess að forystumenn Samfylkingarinnar hafa áttað sig á því að þeir hafa teflt sitt tafl þannig að þeir eru ofurseldir. Þeir munu þess vegna éta ofan í sig stóryrðin; sætta sig við þá kosti sem þeim verða settir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun