Viðskipti erlent

RBS skilar mesta tapi í sögu Bretlandseyja

Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði 40 milljörðum punda á síðasta ári fyrir skatta og er þetta mesta einstaka tap fyrirtækis á Bretlandseyjum í sögunni.

Ef tæknileg vandamál í sambandi við yfirtökuna á ABN Amro eru sett til hliðar nemur tap bankans 24,1 milljarði punda eða tæpum 4.000 milljörðum kr..

Breskir fjölmiðlar fjalla mikið um ársuppgjör bankans en þessi niðurstaða þýðir að breskur almenningur verður að leggja bankanum til 25 milljarða punda í viðbót við fyrri aðstoð og eignast breska ríkið þar með allt að 95% af bankanum.

Samhliða uppgjörinu tilkynnti bankinn í morgun áætlanir um endurskipulagningu, uppsagnir, mikla sölu á eignum og það að leggja á niður nokkur af dótturfélögum bankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×